Mannauðsstjórnunar vill vekja athygli á áhugaverðum morgunverðarfundi .
Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu
boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs
á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 08:00 - 10:30.
Fundurinn er skipulagður af vinnuhópi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Í vinnuhópnum sitja fulltrúar frá ASÍ, SA, BSRB, BHM, KÍ, KRFÍ og FÍ.
Á fundinum verða erindi og umræður þar sem m.a.
verður leitað svara við eftirfarandi spurningum:
? Hvers vegna ættu fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög að hafa fjölskyldustefnu?
? Hvernig geta sveitarfélög auðveldað íbúum sínum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?
? Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir innleitt fjölskyldustefnu í vaktavinnu?
? Hvernig hefur upplýsingatæknin áhrif á starfsumhverfið?
? Hvernig geta fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög nýtt sér Jafnréttissáttmála UN Women?
Til fundarins er boðið aðilum vinnumarkaðarins, starfsmannastjórum
og yfirmönnum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga
svo og öðrum er koma að starfsmannamálum.
Skráning á heimasíðu Velferðarráðuneytis www.vel.is/skraning
Nánari upplýsingar á Jafnréttisstofu arnfridur@jafnretti.is sími 460-6205