Samantekt frá okkar fyrsta viðburði

Nú er vika liðin frá fyrsta viðburði okkar sem fjallaði um hver tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila á milli.

Þar sem fyrirhugað er að halda sambærileg erindi á landsbyggðinni á komandi vetri viljum við veita innsýn í það sem fór fram á viðburðinum og miðla þannig áfram því sem við höfum tök á, að teknu tilliti til trúnaðar við frummælendur og áheyrendur.

  

Hvert er helsta vandamál miðlunar?

Kjarni þess erindis sem Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn og Wolfe á Íslandi flutti, var sá að innan almannatengsla á Íslandi hefur lengi skort fagmennsku. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra sem sinna almannatengslum með áberandi hætti, eins og upplýsingafulltrúar, koma úr fjölmiðlaheiminum og hafa litla eða enga faglega þekkingu á faglegri hliðum almannatengsla. Þau sem hafa aflað sér þekkingar og reynslu starfa yfirleitt á bak við tjöldin, til dæmis við stefnumótun, samskiptaáætlanir og framkvæmd þeirra. Þetta veldur bjögun í almennri umræðu þar sem sýnilegi hluti almannatengslanna er oft á tíðum ekki sá faglegi.

Mögulega stafi slík vinnubrögð af því að það séu eins konar ranghugmyndir í gangi varðandi samskipti fjölmiðla og lögaðila annars vegar og hins vegar  lögaðila og almannatengla til dæmis varðandi hvert hlutverk fjölmiðla raunverulega er. Í þessu samhengi velti Ingvar sérstaklega upp spurningum um mikilvægi fjölmiðla fyrir almannatengsl.  

Við teljum okkur flest vita að hlutverk fjölmiðla er að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Upplýsa á þann hátt að það sé verið að segja satt og rétt frá og gagnsæi fylgir störfum fjölmiðla, sem stuðlar að því að skipulagsheildir vilji koma hreint fram í garð almennings.

Ef við skoðun hlutverk almannatengsla er kjarninn almennt sá að breyta viðhorfum í jákvæða átt með upplýsingamiðlun til að mynda og viðhalda gagnkvæmum tengslum, skilningi, samþykki og samvinnu hagaðila á milli.

Þar sem meginhlutverkin eru skýr þarf að velta fyrir sér hvað gæti hamlað þessum hlutverkum.

 

Samkvæmt alþjóðlegum siðareglum almannatengla er ekki leyfilegt að beita sefjun gagnvart fjölmiðlafólki eða almenningi. Raunin er sú að oft er verið að reyna að sefja fjölmiðla eða almenning til að fylkja sér að baki málstað án þess að áheyrendur skilaboðanna viti nokkuð um raunverulegu markmið þess að reynt er að hafa áhrif á hann. Almannatenglar sem ekki hafa hlotið fagmenntun eða tilhlýðilega þjálfun þekkja ekki þessa reglu og fylgja henni því ekki. Að líkindum stuðlar þetta að ranghugmyndum um starfshætti almannatengla. Þetta skapar því vantraust, og réttilega.

Hver er lausnin?

Lítið hefur breyst í grundvallar þáttum alþjóðlegra siðareglna almannatengla, sem Basil Clarke setti í byrjun síðustu aldar. Clarke, sem starfaði á þeim tíma sem blaðamaður hjá Daily Mail, talaði fyrir því að allt efni sem kæmi frá almannatengli yrði merkt sendanda og skýrt tekið fram um hvers konar efni var um að ræða og að þetta væri mikilvægasti punkturinn að það sé skylt að upplýsa hver viðskiptavinurinn er og í hvaða tilgangi efninu væri miðlað.

Okkar aðferð í faghópnum er að stuðla að fagmennsku með samtali fagaðila á milli, ásamt því að leggja línurnar þar sem fagaðilar geta í framhaldinu dregið einhver mörk og skapað málefnalega gagnrýni á ófagleg vinnubrögð kollega sinna og stutt við fagleg vinnubrögð sem geta leitt til betri samskipta og miðlunar á milli fjölmiðla, almannatengla og lögaðila.

  

Niðurstaða umræðnanna?

Að erindi loknu tóku við pallborðsumræður þar sem Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjölmiðlarýnir og Þórarinn Þórarinsson, einn reyndasti blaðamaður landsins og nú starfandi á Fréttablaðinu, svöruðu ásamt Ingvari spurningum úr sal.
Umræðan hverfðist fljótt um hlutverk fjölmiðla en í þeim geira eru skiptar skoðanir um það hvort skilgreina beri fjölmiðla sem fjórða valdið eða ekki. Bæði Brynjar og Þórarinn vildu meina að sú skilgreining ætti ekki rétt á sér. Fjölmiðlar hefðu ekkert formlegt vald og ættu að forðast það að líta á sig sem fjórða valdið því annars gætu fjölmiðlarnir orðið hluti af „establishmentinu“ sem ynni gegn þekktum tilgangi þeirra. Fór þessi umræða fram á þeirri forsendu sem Ingvar nefndi í sínu erindi að fjölmiðlafólkið sjálft væri að meirihluta sammála þeirri skilgreiningu; að fjölmiðlar eru fjórða vald samfélagsins.

Þá kom einnig fram að vantraust fjölmiðlafólks gagnvart almannatenglum væri almennt enda eru fjölmiðlar undir stöðugum þrýstingi að birta umfjöllun um allskonar hluti sem væri í raun ekki áhugaverðir frá sjónarhóli fjölmiðla. Faglegt traust gæti þó myndast þar sem almannatenglar taka hlutverk sitt alvarlega gagnvart fjölmiðlum með einskonar hliðvörslu gagnvart fjölmiðlum þar sem viðskiptavinir eru stoppaðir af með málefni sem ekki ættu raunverulegt erindi í fjölmiðlum.

Það virðist þó samróma niðurstaða fundarins að hlutverk fjölmiðla, óháð því hvort þeir eru skilgreindir sem fjórða valdið eða ekki, er eitt það mikilvægasta í frjálsu og lýðræðislegu samfélagi. Af því leiðir að almannatenglum ber að umgangast fjölmiðla af ábyrgð þar sem heiðarlegir starfshættir eru hafði að leiðarljósi og barist er gegn sefjun með öllum tiltækum ráðum.

 

Við kveðjum að sinni og viljum við minna fólk á að fylgjast með hliðstæðum viðburðum á landsbyggðinni á næstunni.

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?