Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Mannauðshópur stóð í dag fyrir fundi í Norræna húsinu þar sem Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“ sagði frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Greinin var birt í nýjasta hefði tímarits um viðskipti og efnahagsmál.  Auk þess gaf hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

Hildur sem hefur þjálfað fimleika í mörg ár sagði að allir hefðu eitthvað sem mótar þá sem við förum með okkur í gegnum lífið sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við aðra.   Hún sagði að óyrt samskipti væru öll þau skilaboð sem við sendum frá okkur fyrir utan orðin sjálf meðvitað og ómeðvitað. Meira að segja fötin okkar senda skilaboð.  Umhverfi hefur ótrúleg áhrif á okkur.  Umhverfið er alltaf að senda okkur skilaboð og t.d. hafa plöntur einstaklega góð áhrif á líðan starfsmanna en lokuð þröng fundarherbergi alls ekki.  Nálægð er einnig eitt sem hefur áhrif og getur verið mjög mismunandi hversu mikla nálægð við viljum. Heilinn okkar er endalaust að hjálpa okkur að flokka fólk sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við fólk og hvernig það kemur fram við okkur.  Líkamstjáningin segir líka mikið.  T.d. þegar við krossleggjum hendur erum við í raun að faðma okkur sjálf ekki endilega að loka á okkur eins og margir halda.   Svipbrigði/andlitstjáning (broskallar) er mikið notað í dag og orðið vinsælt í skrifuðu máli til þess að skilaboðin komist rétt til skila.  Handaband hefur líka mikil áhrif og gefur frá sér skilaboð.  Traust og gott handaband er mikilvægt.  Raddblær hefur líka mikil áhrif. Það er ekki það sem þú segir sem skiptir máli heldur hvernig þú segir það.  Lykt skiptir líka miklu máli. Hún hefur mikil áhrif og við hrífumst ekki að fólki með vonda lykt. Viðeigandi snerting er jákvætt tengd í góð tengsl við yfirmann.  En yfirmenn veigra sér við það út af kynferðislegri áreitni. 

90% allra samskipta fara fram í gegnum óyrta hegðun og þess vegna er hún svo mikilvæg. Allir vilja að starfsfólki líði vel og af hverju ætti það að hafa áhrif á yfirmann?  Stuðningur yfirmanns skiptir meginmáli en þetta er lítið rannsakað.  En hvað gerði Hildur?  Hún vildi finna mælitæki sem væri réttmætt og áreiðanlegt.  Og fékk þetta efni á heilann.  Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl á milli upplifunar á óyrtum samskiptum yfirmanns og tilfinningalegri líðan starfsfólks. Tilfinningaleg líðan felur í sér að einstaklingi er sýnd væntumþykja, áhugi, skilningur og samkennd.  Rannsóknir sýna að mikilvægt sé að finna þennan stuðning frá yfirmanni.  Tilfinningalegt gildi.  Jákvætt og neikvætt mat einstaklings á umhverfi sínu eða einstaklingum innan þess.  Tilfinningaleg vinna snýr að því að stjórna meðvitað þeim tilfinningum sem sýndar eru innan vinnustaðar og getur slíkt krafist mikillar andlegrar orku. 

Í óyrtri hegðun skoðaði Hildur líkamlega tjáningu, andlitstjáningu, nánd og raddblæ.  Settar voru fram þrjár tilgátur í rannsókninni. Þátttakendur voru 802, rafrænt hentugleikaúrtak á FB, aldursdreifing frekar jöfn og konur 70,9%. Kyn yfirmanna var frekar jafnt kk 46,9% og kvk 53,1%.

Dæmi um spurningu var: Heldur yfirmaður þinn augnsambandi þegar hann ræðir við þig? Ég get treyst á yfirmann minn ef eitthvað fer úrskeiðis sem tengist vinnunni.

Allar tilgátur stóðust og hefur líkamleg tjáning mikil áhrif.

En hvað er til ráða?  Vera meðvituð um okkar eigin hegðun og hvaða áhrif hún getur haft á aðra og fyrirtækið.  Staldra við – hvaða skilaboð er ég að senda frá mér núna? Gef ég öðrum rými til þess að stækka, opna sig? Varðandi upplifun annarra er mikilvægt að fara varlega í að lesa úr einstaka hegðun, eigum það til að festast í sama farinu og getum alltaf bætt okkur. 

hildurvil@gmail.com

 

 

 

 

Um viðburðinn

Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Í nýjasta hefti tímarits um viðskipti og efnahagsmál birtist greinin „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“.

Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar segir okkur frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Auk þess gefur hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?