Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Mannauðshópur stóð í dag fyrir fundi í Norræna húsinu þar sem Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“ sagði frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Greinin var birt í nýjasta hefði tímarits um viðskipti og efnahagsmál.  Auk þess gaf hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

Hildur sem hefur þjálfað fimleika í mörg ár sagði að allir hefðu eitthvað sem mótar þá sem við förum með okkur í gegnum lífið sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við aðra.   Hún sagði að óyrt samskipti væru öll þau skilaboð sem við sendum frá okkur fyrir utan orðin sjálf meðvitað og ómeðvitað. Meira að segja fötin okkar senda skilaboð.  Umhverfi hefur ótrúleg áhrif á okkur.  Umhverfið er alltaf að senda okkur skilaboð og t.d. hafa plöntur einstaklega góð áhrif á líðan starfsmanna en lokuð þröng fundarherbergi alls ekki.  Nálægð er einnig eitt sem hefur áhrif og getur verið mjög mismunandi hversu mikla nálægð við viljum. Heilinn okkar er endalaust að hjálpa okkur að flokka fólk sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við fólk og hvernig það kemur fram við okkur.  Líkamstjáningin segir líka mikið.  T.d. þegar við krossleggjum hendur erum við í raun að faðma okkur sjálf ekki endilega að loka á okkur eins og margir halda.   Svipbrigði/andlitstjáning (broskallar) er mikið notað í dag og orðið vinsælt í skrifuðu máli til þess að skilaboðin komist rétt til skila.  Handaband hefur líka mikil áhrif og gefur frá sér skilaboð.  Traust og gott handaband er mikilvægt.  Raddblær hefur líka mikil áhrif. Það er ekki það sem þú segir sem skiptir máli heldur hvernig þú segir það.  Lykt skiptir líka miklu máli. Hún hefur mikil áhrif og við hrífumst ekki að fólki með vonda lykt. Viðeigandi snerting er jákvætt tengd í góð tengsl við yfirmann.  En yfirmenn veigra sér við það út af kynferðislegri áreitni. 

90% allra samskipta fara fram í gegnum óyrta hegðun og þess vegna er hún svo mikilvæg. Allir vilja að starfsfólki líði vel og af hverju ætti það að hafa áhrif á yfirmann?  Stuðningur yfirmanns skiptir meginmáli en þetta er lítið rannsakað.  En hvað gerði Hildur?  Hún vildi finna mælitæki sem væri réttmætt og áreiðanlegt.  Og fékk þetta efni á heilann.  Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl á milli upplifunar á óyrtum samskiptum yfirmanns og tilfinningalegri líðan starfsfólks. Tilfinningaleg líðan felur í sér að einstaklingi er sýnd væntumþykja, áhugi, skilningur og samkennd.  Rannsóknir sýna að mikilvægt sé að finna þennan stuðning frá yfirmanni.  Tilfinningalegt gildi.  Jákvætt og neikvætt mat einstaklings á umhverfi sínu eða einstaklingum innan þess.  Tilfinningaleg vinna snýr að því að stjórna meðvitað þeim tilfinningum sem sýndar eru innan vinnustaðar og getur slíkt krafist mikillar andlegrar orku. 

Í óyrtri hegðun skoðaði Hildur líkamlega tjáningu, andlitstjáningu, nánd og raddblæ.  Settar voru fram þrjár tilgátur í rannsókninni. Þátttakendur voru 802, rafrænt hentugleikaúrtak á FB, aldursdreifing frekar jöfn og konur 70,9%. Kyn yfirmanna var frekar jafnt kk 46,9% og kvk 53,1%.

Dæmi um spurningu var: Heldur yfirmaður þinn augnsambandi þegar hann ræðir við þig? Ég get treyst á yfirmann minn ef eitthvað fer úrskeiðis sem tengist vinnunni.

Allar tilgátur stóðust og hefur líkamleg tjáning mikil áhrif.

En hvað er til ráða?  Vera meðvituð um okkar eigin hegðun og hvaða áhrif hún getur haft á aðra og fyrirtækið.  Staldra við – hvaða skilaboð er ég að senda frá mér núna? Gef ég öðrum rými til þess að stækka, opna sig? Varðandi upplifun annarra er mikilvægt að fara varlega í að lesa úr einstaka hegðun, eigum það til að festast í sama farinu og getum alltaf bætt okkur. 

hildurvil@gmail.com

 

 

 

 

Um viðburðinn

Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Í nýjasta hefti tímarits um viðskipti og efnahagsmál birtist greinin „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“.

Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar segir okkur frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Auk þess gefur hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?