Stjórn faghóps um verkefnastjórnun vekur athygli á opnum fyrirlestri á vegum MPM námsins um hamingjuna með heimsþekkta uppistandara Judy Carter, í tilefni tíu ára afmælis námsins.
Opni fyrirlesturinn er með Judy Carter og Eddu Björgvinsdóttur og verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 17-19 í Háskóla Reykjavíkur í stofu M101.
Judy Carter er óvenjulegur fyrirlesari sem er í senn stórkostlega fyndin, djúphyggin og með mjög áhugaverð skilaboð fyrir áheyrendur sína. Hún sýnir í fyrirlestri sínum fram á gildi þess að segja sögur og nýta skop og grín til þess að leysa vandamál, draga úr ágreiningi og sjá gildi þess jákvæða. Viðmið hennar „ekki verða æstur, vertu fyndinn,“ hvetur fólk til að takast á við breytingar, nýja tækni, jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, kulnun í starfi - svo ekki sé talað um yfirþyrmandi vinnuálag - með gríni og glensi í stað örvæntingar.
Judy hefur komið fram í yfir 100 sjónvarpsþáttum, þar á meðal hjá Oprah Winfrey, og hún hefur unnið með Prince, Jerry Seinfeld, Jay Leno og Sarah Silverman. Hún er höfundur bókanna The Comedy Bible og Stand Up Comedy. Þetta er einstakt tækifæri til að læra um leiðtogahlutverkið og faglega stjórnun af þessari bráðfyndnu konu.
Edda Björgvins er landsmönnum að góðu kunn en hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið um húmor á vinnustöðum sl. 10 ár. Á fyrirlestrinum mun hún hita upp fyrir Judy með vangaveltum um hversu grafalvarlegt samskiptatæki húmor er.
Judy mun halda tvo námskeið á vegum MPM námsins í Háskólanum í Reykjavík.
Managing Projects with Comedy - 26. apríl kl. 13-17. Sjá nánar https://www.ru.is/opnihaskolinn/managing-projects-with-comedy/managing-projects-with-comedy-1
Managing with Your Story - 27. apríl frá kl. 13-17
https://www.ru.is/opnihaskolinn/managing-with-your-story/managing-with-your-story-1
Sjá nánar á vef HR undir https://www.ru.is/haskolinn/vidburdir-hr/allir-vidburdir/are-you-kidding-me-finding-happiness-when-you-re-fat-broke-and-surrounded-by-idiots