ALMENNT UM OKKAR LÍF
Á aðalfundi Kaupþings líftrygginga hf. sem haldinn var 20.mars sl., var samþykkt að breyta nafni félagsins í OKKAR líftryggingar hf. Félagið er eftir sem áður í eigu Arion banka hf. og stendur sem fyrr traustum fjárhagslegum fótum. Félagið er óháð öðrum vátryggingarfélögum. Samstarfsaðilar í sölu og dreifingu eru KB ráðgjöf.
Framtíðarsýn félagsins er að vera fremsta líftryggingarfélag á Íslandi. Því markmiði hyggst félagið ná með því að leggja áherslu á:
Fjárfestingu í þekkingu og tækni
Nýsköpun og frumkvæði
Framsækni og áræðni
Verðmætasköpun á nýjum viðskiptasviðum
Meginhlutverk fyrirtækisins er að veita nútíma vátryggingaþjónustu með arðsemi og hag eiganda að leiðarljósi og veita viðskiptamönnum sínum fjárhagslegt öryggi vegna sjúkdóms, örorku og andláts.
OKKAR líf hefur frá upphafi verið brautryðjandi í þróun persónutrygginga hér á landi. Sjúkdómatryggingar, reykingaafsláttur, barnatryggingar, örorkutryggingar og margs konar hóptryggingar eru meðal þess sem félagið hefur haft forystu um að kynna Íslendingum.
Starfsemi OKKAR lífs byggir á þjónustu við viðskiptavini og söluvaran er margs konar persónutryggingar sem rúmast innan laga um líftryggingastarfssemi. Nýverið hóf OKKAR líf að sinna þjónustu við fyrirtæki á markvissan hátt þar sem áhersla er lögð á ódýrar og öflugar hóptryggingar í líf- og sjúkdómatryggingum.