Nýlega hélt nýkjörin stjórn Stjórnvísi sinn fyrsta vinnufund.
Í stjórninni eru: Sigríður Harðardóttir, formaður Stjórnvísi og mannauðs-og gæðastjóri Strætó, Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala, Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf, Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni, Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi, CMC, Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands, Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum, Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, og Steinunn Ketilsdóttir, Learning & Development Specialist hjá Marel.
Sigríður Harðardóttir formaður Stjórnvísi fór á fundinum yfir dagskrá og markmið dagsins. Þá kynnti Sigríður framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi eins og ný stjórn endurspeglar. Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „Nýtt jafnvægi“. Sigríður kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2021-2022 þar sem m.a. var sammælst um að 1.mæta undirbúin 2.tímalega 3.taka ábyrgð á verkefnum 4.hafa uppbyggilega gagnrýni 5. samskipti væru opin og eðlileg og 6.vera á staðnum. Allar fundargerðir stjórnar Stjórnvísi má sjá á vef Stjórnvísi.