Nýtt ár og nýjar áskoranir

Gleðilegt ár og takk fyrir góða samskipti á árinu sem var að líða

Það er spennandi ár framundan. Mótum gagnlega og skemmtilega viðburði á nýju ári. Fljótlega verða settir inn viðburðir á síðuna okkar, en endilega bendið á fróðleg og skemmtileg efnisstök. Sendir mér línu um hugmyndir og ábendingar á karlf@framtiðarsetur.is

Til upprifjunar þá var síðast ár nokkuð viðburðarríkt. Sjá meðfylgjandi viðburðarlista:               

12. desember. FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Alþjóðlegar ógnanir, ráð og stefnukostir

               Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands

 Íslands. Hlutverk og starfsemi

                Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs

24. nóvember. Hvað er djúptækni og hvernig hefur hún áhrif?

               Hans Guttormur Þormar

 18. nóvember. Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

               Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP

21. október. Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” Fundurinn var á vegum faghóps um almannatengsl og faghóp framtíðarfræða hjá Stjórnvísi þar sem þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, ræddu um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiddu umræða.

15. október.  Fróðleikur frá Dubai. Málfundur á vegum London Futurist

Vel yfir 400 af fremstu framtíðarsinnum heims, frá 15 framtíðarsamtökum, þar á meðal Íslandi, en ég var fulltrúi Íslands á ráðstefnunni. Markmiðið er að, skiptast á hugmyndum, deila innsýni, sjá fyrir áskoranir, huga að nýsköpunarlausnum, sem valda eða koma af stað breytingum.

10. október. Framtíðir í skapandi höndum - Manifestó um framtíðir dreifbýlis.

Fundur skipulagður í samvinnu við Háskólann á Bifröst.

6.  október. Getum við framleitt kjöt án þess að drepa dýr?

Dr. Björn Örvar hjá Bioeffect/Orf.

24. september. Fordæmalaust tap sprotafyrirtækja. Er ekki rými á mörkuðum fyrir nýja tækni? Hvers vegna?

Viðburður skipulagður af London Futurist

7. september. Notkun á gervigreind á nokkrum sviðum - Stutt málstofa

Málstofa á vegum London Futurist

22. apríl.  Aðlögunarhæfni veitingageirans í Covid-19 og notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð.

Málstofa skipulögð í samvinnu við faghóp um breytingarstjórnun.

Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og dagskrá fundarins.

Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi, talar um sviðsmyndir í stefnumótun og áætlanagerð.

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri hjá SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði.

13. apríl.  Finnland og framtíðarfræðin/Aðalfundur

Önnu Sigurborgu Ólafsdóttur, framtíðarfræðingi Framtíðarnefndar Alþingis.

31. mars. Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI - Viðskiptalífið og samfélög.

               Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

24. mars. Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI

Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

8. mars. Kísildalurinn, fjórða iðnbyltingin og breytingastjórnun

               Málstofa á vegum faghóps framtíðarfræða og faghóps um breytingarstjórnun.

Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus. Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA. Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun..

15. febrúar. Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna

Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

10. febrúar. Rafmyntir – Skammvinn bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar? Framtíðir í febrúar.

               Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

10. desember. Bókakynning á aðventu – Framtíð mannkyns. Örlög okkar í alheiminum.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?