Nýtt ár og nýjar áskoranir

Gleðilegt ár og takk fyrir góða samskipti á árinu sem var að líða

Það er spennandi ár framundan. Mótum gagnlega og skemmtilega viðburði á nýju ári. Fljótlega verða settir inn viðburðir á síðuna okkar, en endilega bendið á fróðleg og skemmtileg efnisstök. Sendir mér línu um hugmyndir og ábendingar á karlf@framtiðarsetur.is

Til upprifjunar þá var síðast ár nokkuð viðburðarríkt. Sjá meðfylgjandi viðburðarlista:               

12. desember. FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Alþjóðlegar ógnanir, ráð og stefnukostir

               Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands

 Íslands. Hlutverk og starfsemi

                Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs

24. nóvember. Hvað er djúptækni og hvernig hefur hún áhrif?

               Hans Guttormur Þormar

 18. nóvember. Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

               Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP

21. október. Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” Fundurinn var á vegum faghóps um almannatengsl og faghóp framtíðarfræða hjá Stjórnvísi þar sem þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, ræddu um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiddu umræða.

15. október.  Fróðleikur frá Dubai. Málfundur á vegum London Futurist

Vel yfir 400 af fremstu framtíðarsinnum heims, frá 15 framtíðarsamtökum, þar á meðal Íslandi, en ég var fulltrúi Íslands á ráðstefnunni. Markmiðið er að, skiptast á hugmyndum, deila innsýni, sjá fyrir áskoranir, huga að nýsköpunarlausnum, sem valda eða koma af stað breytingum.

10. október. Framtíðir í skapandi höndum - Manifestó um framtíðir dreifbýlis.

Fundur skipulagður í samvinnu við Háskólann á Bifröst.

6.  október. Getum við framleitt kjöt án þess að drepa dýr?

Dr. Björn Örvar hjá Bioeffect/Orf.

24. september. Fordæmalaust tap sprotafyrirtækja. Er ekki rými á mörkuðum fyrir nýja tækni? Hvers vegna?

Viðburður skipulagður af London Futurist

7. september. Notkun á gervigreind á nokkrum sviðum - Stutt málstofa

Málstofa á vegum London Futurist

22. apríl.  Aðlögunarhæfni veitingageirans í Covid-19 og notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð.

Málstofa skipulögð í samvinnu við faghóp um breytingarstjórnun.

Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og dagskrá fundarins.

Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi, talar um sviðsmyndir í stefnumótun og áætlanagerð.

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri hjá SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði.

13. apríl.  Finnland og framtíðarfræðin/Aðalfundur

Önnu Sigurborgu Ólafsdóttur, framtíðarfræðingi Framtíðarnefndar Alþingis.

31. mars. Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI - Viðskiptalífið og samfélög.

               Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

24. mars. Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI

Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

8. mars. Kísildalurinn, fjórða iðnbyltingin og breytingastjórnun

               Málstofa á vegum faghóps framtíðarfræða og faghóps um breytingarstjórnun.

Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus. Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA. Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun..

15. febrúar. Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna

Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

10. febrúar. Rafmyntir – Skammvinn bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar? Framtíðir í febrúar.

               Málstofa Framtíðarseturs Íslands og Fast Future.

10. desember. Bókakynning á aðventu – Framtíð mannkyns. Örlög okkar í alheiminum.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?