Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun var haldin í Samrými í dag, 5. maí 2023. Formannsskipti verða fyrir næsta starfsár þar sem Gyða Björg Sigurðardóttir stígur til hliðar sem formaður og Sonja Margrét Scott tekur við keflinu. Gyða hefur verið formaður frá því að faghópurinn var stofnaður árið 2018 og hefur tekið virkan þátt í að móta starfsemi hópsins síðustu ár.
"Ég er stolt af því starfi sem faghópurinn hefur staðið fyrir síðust ár og er ánægð að sjá fram á að það dafni áfram með nýjum formanni." Sagði Gyða í stuttri ræðu áður en hún afhenti Sonju orðið.
Sonja Margét Scott er mannauðsstjóri CCEP Iceland og sagði í sinni stefnuræðu að mikilvægt væri að eiga samtal um hvernig móta má framtíð jafnlaunastjórnunar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til framtíðar.
Stjórn faghóps fyrir starfsárið 2023-2024 skipa:
Starfsemi Stjórnvísi byggist upp á þáttöku þeirra sem brenna fyrir málefni faghópana og næsta haust verður aftur auglýst eftir áhugasömum í stjórn faghóps um jafnlaunastjórnun.