Fimmtudaginn 12. apríl, stendur MPM félagið, fagfélag á sviði verkefnastjórnunar, fyrir glæsilegri hálfs-dags ráðstefnu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (gamla Hótel Loftleiðir).
Félagið hefur tekið upp samstarf við nýstofnaðan faghóp á sviði verkefnastjórnunar hjá Stjórnvísi og markar ráðstefnan upphaf þess samstarfs, því eru félagsmenn Stjórnvísi og aðrir áhugasamir hvattir til að koma og taka þátt.
Dagskráin er metnaðarfull og spennandi, sjö fyrirlestrar í tveimur þráðum og þar af eru tveir erlendir fyrirlesarar.
Ráðstefnan ber heitið "Ný tækifæri" og á við öll þau nýju tækifæri sem skapast með hugmyndum, nýjum verkefnum og fyrir verkefnastjórnun á Íslandi.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu MPM félagsins, http://www.mpmfelag.is/?page_id=308
Skráningin fer fram hér: http://www.mpmfelag.is/?page_id=291
Ráðstefnan er einnig gott tækifæri til að stækka tengslanetið sitt og kynnast nýjum hugmyndum.
Hlökkum til að sjá ykkur!
MPM félagið
mpmfelag@mpmfelag.is
http://www.mpmfelag.is/