Nýr faghópur hefur verið stofnaður um jafnlaunastjórnun. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella á https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/jafnlaunastjornun. Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja öfluga faghóps.
Stjórn faghópsins skipa Gyða Björg Sigurðardóttir, Háskólanum í Reykjavík og Ráður ehf, Anna Þórhallsdóttir, Háskóli Íslands, Davíð Þór Lúðvíksson, Staðlaráð Íslands, Falasteen Abu Libdeh, Eimskip, Gná Guðjónsdóttir, Ábyrgar lausnir, Ingunn Ólafsdóttir, Efla, Jón Gunnar Borgþórsson, JGB, ráðgjöf og bókhald slf., Michele Rebora, 7.is, Randver C. Fleckenstein, Valitor, Sólveig B. Gunnarsdóttir, SA, Tinna Mjoll Karlsdottir, Medis, Unnur Ýr Kristjánsdóttir, Tollstjóri, Þórunn Auðunsdóttir, Össur.
Tillögur að fundarefni faghópsins eru meðal annars: Reynsla fyrirtækja, sjónarhorn stjórnenda, ráðgjafa og hagsmunaaðila, vottunarferlið, rannsóknir og ritgerðir í tengslum við málefnið.