Gerd Leonhard er einn af áhugaverðari framtíðarfræðingum um þessar mundir. Á síðasta ári kynnti ég myndband sem hann lét frá sér sem hann nefndi The Good Future, sem við getum nefnt Góð framtíð. Nú um áramótin fylgdi hann þessu myndbandi eftir með öðru myndbandi þar sem undirtitillinn er Technology and Humanity. Þar leggur Gerd áherslu á þrjú atriði:
- Stafrænar umbreytingar
- Kolefnalosun
- Siðbót
Um leið og ég læt vefslóðina fyrir myndbandið, færi ég ykkur nýárskveðju, framtíðin er björt,
Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands
https://www.youtube.com/watch?v=RksRJRdCu6Q