Á aðalfundi 6.maí 2021 sem haldinn var í dag á Teams voru kosin í stjórn félagsins:
Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. frá og með 01. maí 2021. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í stjórn Stjórnvísi:
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022)
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022). Jón Gunnar býður sig fram til eins árs, var kosinn í aðalstjórn (2019-2021)
Kosin voru í fagráð félagsins:
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022)
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára:
Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)
Fundarstjóri aðalfundar var Guðný Halla og ritari Ásdís Erla Jónsdóttir.
Hér má sjá Ársskýrslu Stjórnvísi 2021. Ársskýrslan hefur að geyma myndir frá starfsárinu, reikninga félagsins, yfirlit yfir viðburði faghópa o.fl.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör stjórnarmanna til næstu ára
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.