Fjöldi Stjórnvísifélaga sýndi áhuga á að koma í stjórn faghóps um upplýsingaöryggi, allt afburðafólk. Úr varð stór og sterk stjórn sem endurspeglar vel fjölbreytilega þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur stjórnarinnar var á Kringlukránni í dag þar sem farið var yfir almennt fyrirkomulag og umboð stjórna Stjórnvísi, hlutverk stjórnar, kosningu formanns og næstu skref.
Stjórnina skipa þau Anna Kristín Kristinsdóttir upplýsingaöryggisstjóri Isavia sem jafnframt er formaður faghópsins, Arnar Freyr Guðmundsson Seðlabanka Íslands, Davíð Halldórsson KPMG, Ebenezer Þ. Böðvarsson Borgun, Hrefna Arnardóttir Advania, Jón Elías Þráinsson Landsneti, Kristín Ósk Hlynsdóttir Rannís, Margrét Kristín Helgadóttir Fiskistofu, Margrét Valdimarsdóttir Creditinfo og Margrét Valgerður Helgadóttir hjá Póstinum.