Fundur var haldinn í morgun þann 15.janúar. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum Mannvits á Grensásvegi. Fundurinn bar heitið ,,Mikilvægi endurgjafa frá starfsmönnum og ávinningur af notkun ISO 9001“. Fyrirlesarar voru Laufey Kristjánsdóttir gæðastjóri Mannvits og Ari Hróbjartsson.
Laufey fjallaði um rekstur á samþættu stjórnunarkerfi Mannvits, en fyrirtækið er með vottun skv. ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Einnig var fjallað um mikilvægi mælinga og þá sérstaklega tekið fyrir fjöldi skráninga og úrvinnsla á endurgjöfum frá starfsmönnum.
Ari fjallaði um ritgerð sem hann gerði í MPM námi sínu árið 2012. Í ritgerðinni var rannsakað hvort fyrirtæki með ISO 9001 vottun gengi betur fjárhagslega en fyrirtækjum án vottunar. Var horft til þriggja mælikvarða hagnaðarhlutfalls, framlegðarhlutfalls og eiginfjárhlutfalls. Til samanburðar voru borin saman fyrirtæki sem störfuðu í sama geira með svipaða veltu. Ritgerð Ara má finna hér: http://skemman.is/item/view/1946/12966;jsessionid=4B32728EB65B10C7AACC03DB04CCBF0C
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Laufeyju og Ara fyrir áhugverð erindi. Einnig vil ég þakka meðlimum Stjórnvísi fyrir góða mætingu en rúmlega 40 manns mættu á fundinn.
Hér má sjá myndir frá fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.620061301395157.1073741893.110576835676942&type=3&uploaded=12
Næsti fundur er 22.janúar næstkomandi sem ber heitið ,, Ræstingaþjónustan: ISO 14001 á mörgum vinnustöðum“ . Fyrirlesari er Karl Óskar Þráinsson. Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/514
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir