Stofnaður hefur verið faghópur um Verkefnastjórnun
Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar.
Markmið:
Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.
Hvað er Faghópur um Verkefnastjórnun?
Viðfangsefni hópsins lúta að öllu er varðar verkefnastjórnun m.a. skilgreiningu og umhverfi verkefna, markmiðasetningu, skipulag, stjórnskipulag, upplýsingakerfi, áætlanagerð, ferla, gæðamál, ræs og lúkningu verkefna og reynslusögur.
Hvernig starfar hópurinn:
Faghópurinn er vettvangur fræðslu og umræðna um málefni er varða verkefnastjórnun. Hópurinn á samstarf við MPM félagið, fagfélag á sviði verkefnastjórnunar og stendur fyrir fræðsluerindum og fyrirtækjaheimsóknum þar sem sérfræðingar ræða um málefni á sviðinu. Á fundum skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður þar sem unnt er að skiptast á skoðunum og deila þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnunar.
Fyrir hvern
Hópurinn er fyrir verkefnastjóra, stjórnendur fyrirtækja og stofnana, og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum, óháð þekkingu eða reynslu.
Stjórnendur:
Starkaður Örn Arnarson Verkefnastjóri starkadur [hjá] internet.is
Óskar Friðrik Sigmarsson Sviðsstjóri ofs [hjá] staki.is
Anna Kristrún Gunnarsdóttir Verkefnastjóri annakristrun [hjá] gmail.com
Haukur Ingi Jónasson Forstöðumaður haukuringi [hjá] ru.is
Steinunn Linda Jónsdóttir Verkefnastjóri steinunnlinda [hjá] gmail.com
Berglind Björk Hreinsdóttir Deildarstjóri berglind.hreinsdottir [hjá] hagstofa.is