Ráðstefna á vegum Attentus 8. nóvember
Yfir hverju eru stjórnendur andvaka?
- réttu skrefin í átt að auknum árangri
Á ráðstefnunni verður fjallað um það hvernig stjórnendur geta aukið rekstrarárangur með stefnumiðaðri mannauðsstjórnun. Frummælandi á ráðstefnunni er Paul Kearns höfundur bókarinnar: HR Strategy - Creating business strategy with human capital.
Auk Kearns munu Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, og Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, flytja áhugaverð erindi um árangur í stjórnun og mannauðsmálum.
Ráðstefnustjóri er Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA. Ráðstefnan fer fram í Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi, 19.hæð og hefst með morgunverði kl. 8:00 (sjá dagskrá).
Allir eru velkomnir en vinsamlegast skráið þátttöku á attentus@attentus.is. Ráðstefnugjald er kr. 5.500,-.
Frummælandinn Paul Kearns
Kearns hefur yfir þriggja áratuga reynslu af stjórnun mannauðsmála og leggur mikla áherslu á tengsl mannauðsstjórnunar við stefnu fyrirtækis og rekstrarárangur. Hann hefur frá árinu 1991 rekið eigið ráðgjafafyrirtæki PWL og hefur getið sér gott orð víða um heim og ritað fjölda bóka og greina um þetta viðfangsefni.