Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á ráðstefnu sem á erindi til allra sem koma að mannauðsmálum.
Kynslóðastjórnun í takt við 4. iðnbyltinguna
Áskoranir á tímum margbreytileika
21.nóvember, 2019 – Á GRAND HÓTEL
Heilsuvernd og Hagvangur
Ráðstefnan á erindi til mannauðsstjóra, stjórnenda skipulagsheilda og þeirra sem vilja auka árangur og eigin hæfni sem stjórnandi.
Boðið verður upp á áhugaverða dagskrá þar sem rætt verður m.a. um 4. iðbyltinguna, þróun starfa og kynslóðirnar á vinnumarkaðinum, niðurstöður alþjóðlegra rannsókna á hugmyndum og sýn kynslóðanna, væntingar og viðhorf þeirra til vinnu, heilsan og samanburður milli kynslóða, fræðsla og þjálfun til að viðhalda atvinnuhæfni starfsmanna og samkeppnishæfni fyrirtækja, yngri kynslóðirnar og breyttar áherslur í forystu árangursríkra fyrirtækja, aldursfordómar og ráðningar.
Á ráðstefnunni koma fram; Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrasviðs Deloitte, Teitur Guðmundsson læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, Andrés Guðmundsson mannauðsstjóri KPMG, Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir MS í Háskólanum á Bifröst, Geirlaug Jóhannesdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi.
Ráðstefnustjóri er Hulda Bjarnadóttir, alþjóðasvið mannauðs hjá Marel.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á vefsíðu Heilsuverndar