Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á ráðstefnu sem á erindi til allra sem koma að mannauðsmálum.
Kynslóðastjórnun í takt við 4. iðnbyltinguna
Áskoranir á tímum margbreytileika
21.nóvember, 2019 – Á GRAND HÓTEL
Heilsuvernd og Hagvangur
Eðli vinnumarkaðarins er að taka miklum breytingum sem rekja má til fjórðu iðnbyltingarinnar og kynslóðanna sem starfa á vinnumarkaðinum í dag. Sú staðreynd, að aldrei fyrr hafa eins margar kynslóðir verið starfandi á sama tíma á vinnumarkaðinum, örar tæknibreytingar og sjálfvirknivæðing, hefur í för með sér krefjandi áskoranir fyrir flest fyrirtæki og stjórnendur.
Hvernig komum við á móts við ólíkar væntingar og þarfir kynslóðanna til vinnu – og hvernig byggjum við jafnframt upp öfluga og sameinaða liðsheild sem skapar árangur? Er þörf á breyttum stjórnarháttum?
Sérhvert eitt okkar er mikilvægt en á sama tíma erum við mikilvæg sem heild. Því eru bestu teymin oft þau sem byggja á styrkleika allra kynslóða á vinnustaðnum. Við þurfum á hvort öðru að halda. Viska, reynsla og færni eldri kynslóðanna í bland við snerpu, innsýn og frumkvöðlasýn yngri kynslóðanna gæti verið lykillinn að árangri.
Hvað einkennir kynslóðirnar, hverjir eru styrkleikar þeirra, áherslur og þarfir, hvernig störfum við saman og hvernig nýtist sú vitneskja okkur til þess að viðhalda atvinnuhæfni (employability) og samkeppnishæfni fyrirtækisins á tíma fjórðu iðnbyltinarinnar?
Á ráðstefnunni verður leitast við að svara þessum spurningum og skýra hvernig hinar ólíku áherslur kynslóðanna megi nýta á jákvæðan hátt.
Með opnum huga og framsýni eru tækifærin óendaleg!
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á vefsíðu Heilsuverndar