Fundur var haldinn í morgun þann 29.október hjá Samtökum Iðnaðarins. Fyrirlesari var Ferdinand Hansen verkefnastjóri í gæðastjórnun.
Samtök Iðnaðarins(SI) hafa komið að borðinu frá upphafi til þessa dags í samstarfi við ýmsa aðila með það að markmiði að gera gæðastjórnun einfaldari og skilvirkari. Þar á meðal má nefna námskeið, vottanir í fjórum þrepum og miðlægt gæðakerfi sem félagsmenn SI geta fengið aðgang að til uppbyggingar á eigin gæðahandbók.
Ferdinand sýndi fundargestum dæmi um uppbyggingu gæðakerfis hjá SI. Þeir sem vilja kynna sér vottanir SI og gæðakerfi geta nálgast upplýsingar á heimasíðu SI: http://www.si.is/malaflokkar/gaedastjornun-og-rekstur/gaedavottun-si/
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Ferdinand fyrir áhugvert erindi. Glærur frá fundinum eru nú aðgengilegar hér á vefnum.
Næsti fundur er 27.nóvember næstkomandi sem ber heitið ,, Staðla- og stjórnunarkerfi frá ISO“. Fyrirlesari er Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdarstjóri hjá Staðlaráði.
Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/501
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður ISO hópsins