Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á námskeiði Staðlaráðs þann 18. september um jafnlaunastaðalinn og innleiðingu:
JAFNLAUNASTAÐALLINN ÍST 85 - Lykilatriði og notkun
Stefnir fyrirtækið að jafnlaunavottun? Námskeiðið er ætlað fyrirtækjum og stofnunum sem eru að undirbúa fyrstu skref í innleiðingu jafnlaunastaðalsins og vilja fá yfirsýn yfir uppbyggingu hans og notkun, helstu verkefni framundan og hvernig best er að hefja innleiðingarvegferðina.
Markmið námskeiðisins er að þátttakendur þekki meginatriði og helstu ferla jafnlaunastaðalsins ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar og geti beitt staðlinum við jafnlaunastjórnun og launaákvarðanir.