Fundur var haldinn í morgun þann 22.október hjá Sorpu. Fyrirlesari var Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir Deildarstjóri Umhverfis-og fræðsludeildar Sorpu.
SORPA fékk ISO 9001 vottun árið 2010 og í fyrirlestrinum var komið inná hvernig stjórntækið ISO 9001 hefur dregið fram verklag og ferla hjá öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Í dag eru ferlar og verklag öllum sýnileg, auðfundin og eiga allir starfsmenn sinn þátt í því.
Einnig var komið inná í fyrirlestrinum hvernig umhverfisfyrirtækið SORPA stefnir ótrauð áfram inná lendur gæða- umhverfis og öryggisstjórnunar.
Allir fundargestir fengu veglega innkaupapoka og endurvinnslupoka að gjöf.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Rögnu fyrir áhugvert erindi. Myndir frá fundinum eru nú aðgengilegar hér á vefnum.
Næsti fundur er þann 29.október næstkomandi sem ber heitið ,, Kröfur og eftirfylgni verkkaupa aukast“ Fyrirlesari er Ferdinand Hansen verkefnastjóri Samtak iðnaðarins í gæðastjórnun. Fyrirlesturinn er haldinn í höfuðstöðvum Samataka Iðnaðarins í Borgartúni.
Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/500
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég hvetja alla til þess að kynna sér áhugaverða dagskrá ISO hópsins núna í vetur, en búið er að setja inn alla fundi undir ,,Viðburðir".
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður ISO hópsins