Faghópur um ISO vill vekja athygli á áhugaverðri ráðstefnu Gagnavörslunnar sem haldin verður í Kaldalóni í Hörpu þann 31.ágúst 2012 kl.13:00-16:00. "Á störnubraut 2012"
Á stjörnubraut 2012
Á ráðstefnunni verður horft til framtíðar. Hvaða áskorunum standa fyrirtæki frammi fyrir í dag? Hvernig er hægt að auka enn frekar hagkvæmni í rekstri og koma í veg fyrir sóun. Hvernig á að varðveita upplýsingar sem verða til á samfélagsmiðlum og í farsímalausnum? Hvernig er öryggi þessara upplýsinga? Nýjungar í CoreData hugbúnaðarlausnum verða kynntar og CoreData-BoardMeetings sýnd með spjaldtölvum og snjallsímum. Von er á góðum gestum sem segja frá reynslu sinni.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar á heimasíðu Gagnavörslunnar www.gagnavarslan.is
Vinsamlega skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á vidburdir@gagnavarslan.is