Fundur var haldinn í morgun þann 5.febrúar hjá Hópbílum. Fyrirlesarar voru
Guðfinnur Þór Pálsson, flotastjóri og Pálmar Sigurðsson skrifstofu-og starfsmannastjóri. Fundurinn var mjög áhugaverður og margt gagnlegt sem kom fram. Fyrirtækið hlaut ISO 14001 vottun árið 2002 og hefur því mikla reynslu af notkun kerfisins.
Farið var yfir eftirfarandi:
Reynslan af ISO 14001
Aksturskerfi fyrirtækjanna lagði að baka 7,5 milljón km á síðastliðnu ári og notaði til þess 2,5 milljón lítra af diesel olíu auk fleiri umhverfisþátta.
Ávinningur, sýnt fram á hvað hefur áunnist í framleiðslu fyrirtækisins með innleiðingu á ISO 14001 staðlinum. Sérstaklega verður litið til breytinga á umhverfisþáttum, rekstrarlegsábata í framleiðslu fyrirtækisins og vaxtar á arðbæran hátt.
Fjallað um leiðina til árangurs: stöðuga vöktun umhverfis- og framleiðsluþátta, þjálfun starfsmanna og árleg markmið.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Guðfinni og Pálmari fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir mætingu.
Næsti fundur er 12.febrúar næstkomandi sem ber heitið ,, Samþætt Stjórnkerfi ISAL - ISO 9001, ISO 14001, OSHAS 18001 og LEAN“ . Fyrirlesari er Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og straumlínustjórnunar hjá ISAL.
Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/511
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir