Fundur var haldinn í morgun þann 2.apríl hjá Umslagi. Fyrirlesari var Ingvar Hjálmarsson gæðastjóri hjá Umslagi.
Fyrirtækið Umslag fékk ISO 27001 öryggisvottun í maí árið 2013. Farið var yfir hver var ástæða þess að fyrirtækið ákvað að taka upp staðalinn og hvernig innleiðingin og starfið gekk fyrir sig og hvaða breytingar hafa orðið á rekstri fyrirtækisins. Farið var yfir skrif öryggishandbókar, starf öryggishóps, hvernig verk- og stoðferlar voru útbúnir og þeim fylgt eftir í framhaldi, hvernig innri úttektir hafa gengið og hvernig undirbúningi þarf að vera háttað þegar úttektaraðilar frá þriðja aðila mæta á svæðið og meta hvernig til hefur tekist. Í lok fundarins fengu fundargestir tækifæri á að skoða verksmiðjuna.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Ingvari fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir góða mætingu.
Myndir frá fundinum má sjá hér: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.657744130960207.1073741917.110576835676942&type=3&uploaded=10
Glærur frá fundinum má finna hér undir ítarefni:
http://stjornvisi.is/vidburdir/512
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir