„Lindex bauð Stjórnvísi í heimsókn í morgun. Það eru þau hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir sem eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi og var vel tekið á móti félögum í faghóp um innkaup og innkaupastýringu í vöruhúsi Lindex í Garðabæ. Stjórnvísi er fyrsti hópurinn sem Lindex tekur á móti. Albert sagði okkur frá aðfangakeðju Lindex, hvernig þau kaupa inn frá Svíþjóð, stýra birgðum á lager og dreifa vörum í verslanir. Einnig sagði hann okkur frá reynslu sinni af því að opna nýjar verslanir, þar á meðal netverslunina lindex.is sem þau opnuðu nýverið. Fullbókað var á viðburðinn. Lindex er 65 ára gamalt fyrirtæki með 480 verslanir í 80 löndum. Albert Þór starfaði áður hjá Atlantsolíu, í Vífilfelli og sem kennari í Halmstadt í Svíþjóð og Lóa starfaði hjá Innovit. Í dag starfa 130 manns hjá Lindex. Lindex styrkir baráttuna gegn brjóstakrabbameini og er einn stærsti styrktaraðilinn á Íslandi og víðar, selur Bleika armbandið og slaufuna og verkefnið er þeim mjög kært. Einnig eru þau styrktaraðilar Unicef. Árið 2017 er ár breytinganna, í byrjun árs voru 5 verslanir og eru nú 7 verslanir. Mikið fjör er við opnun verslana hjá Lindex. Í fyrstu viku heimsóttu allir Akureyringar verslunina sem opnuð var þar og einnig var opnað í Reykjanesbæ ì sumar. Til stendur að opna verslun á Akranesi og Selfossi. Helstu áskoranir Lindex eru m.a. gengi íslensku krónunnar.“
Innkaup og birgðastýring í Lindex
Um viðburðinn
BREYTT STAÐSETNING: Lindex - innkaup og birgðastýring - Skeiðarás 8 Garðabæ.
BREYTT STAÐSETNING: Vöruhús Lindex, Skeiðarás 8, Garðabæ.
Lindex ætlar að bjóða Stjórnvísi í heimsókn miðvikudaginn 4. október kl. 8:45. Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir reka Lindex á Íslandi og munu taka á móti okkur á Vöruhús Lindex, Skeiðarás 8, Garðabæ. Þau munu meðal annars segja okkur frá aðfangakeðju Lindex, hvernig þau kaupa inn frá Svíþjóð, stýra birgðum á lager og dreifa vörum í verslanir. Einnig munu þau segja okkur frá reynslu sinni af því að opna nýjar verslanir, þar á meðal netverslunina lindex.is sem þau opnuðu nýverið. Áhugaverður fyrirlestur fyrir þá sem hafa áhuga á innkaupa og birgðastýringu!
Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 25 einstaklingar geta skráð sig á þennan viðburð.
Fleiri fréttir og pistlar
Einar Guðbjartsson dósent í viðskiptafræðideild flytur áhugavert erindi um gæðastjórnun með fræðilegri nálgun, hvernig hægt er að reikna kostnað og ábata af gæðastjórnunarkerfum. Erindi þetta getur stuðlað að betri sýn á gæðastjórnun, þá sérstaklega á hagrænt gildi í rekstri.
Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.
Við innleiðingu á gæðastjórnun þá er vænst að hagnaður og eða ánægja viðskiptavina aukist. Ekki er alltaf auðvelt að reikna hver er í raun ávinningur af gæðastjórnunarkerfum sem hafa verið innleidd í fyrirtækinu.
Samhliða þróun á gæðastjórnun þá komu til skjalanna staðlar (ISO-staðlar) sem hafa treyst gæðastjórnun í sessi, sem hluti að stjórnunarkerfi fyrirtækja og góðum stjórnarháttum. Sá staðall sem er hvað einna mest þekktur er ISO-9001 og fjallar meðal annars um ánægju viðskiptavinar með keypta vöru eða þjónustu. Þar nálgumst við skilgreiningu á gæði.
Flytjandi erindisins: Einar Guðbjartsson - Dósent | Háskóli Íslands
Nánari upplýsingar um viðburðinn hér: Gæðastjórnun – hvað kostar? • Submission 83 • Þjóðarspegillinn 2024
Hér er stórmerkilegur viðburður fyrir allt áhugafólk um ávinning af notkun stjórnkerfisstaðlanna ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.
Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.
Höfundar: Elín Huld Hartmannsdóttir MIS, gæða- og skjalastjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir PhD, prófessor emerítus.
Nánari texta um erindið er að finna í heildardagskrá ráðstefnunnar, undir síðasta erindinu sem er nr. 46: https://virtual.oxfordabstracts.com/event/73508/session/134454
Vonandi hafa sem flestir tök á að hlýða á þær Elínu Huld og Jóhönnu á föstudaginn kemur.
"Samkvæmt könnun þar sem rætt var við yfir 800 stjórnendur kemur í ljós að vikuleg notkun á skapandi gervigreindar hefur nær tvöfaldast, úr 37% árið 2023 í 72% árið 2024, með miklum vexti í deildum sem áður voru hægari að tileinka sér tæknina, svo sem markaðs- og mannauðsdeildum. Þrátt fyrir aukna notkun standa fyrirtæki enn frammi fyrir áskorunum þegar kemur að því að meta fullan ávinning og arðsemi gervigreindarinnar."
Hér er ný skýrsla frá The Wharton School:
https://ai.wharton.upenn.edu/focus-areas/human-technology-interaction/2024-ai-adoption-report/