Heimkaup bauð innkaupa og birgðastýringahóp Stjórnvísi í heimsókn sl. fimmtudag. Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaupa sagði frá aðfangakeðju Heimkaupa, samskiptum við birgja, birgðahaldinu og framtíðaráformum fyrirtækisins.
Heimkaup stefnir að því að vera hin íslenska „Everything Store“. Fjöldi vörunúmera vex hratt og gerir Guðmundur ráð fyrir að vera kominn með yfir 100.000 vörunúmer innan fárra ára. Hann er að fá vörur frá 430 birgjum en yfir 75% birgða í vöruhúsinu eru í eigu birgja og hafa þeir beinan aðgang að sölu og birgðastöðu sinna vara. Hópurinn fékk að skoða lager Heimkaupa en þar er notast við það sem kallast „Chaotic storage – concept“ og er notað hjá Amazon. Þar er lítið magn af hverri vöru og gríðarlegt úrval. Hraði er lykilstærð hjá fyrirtækinu og eru pantanir yfirleitt afhentar samdægurs á höfuðborgarsvæðinu eða næsta dag á landsbyggðinni. Mikil áhersla er lögð á vöruúrval og góða þjónustu við viðskiptavini.