Mánudaginn 26. júní kl. 16 verður veffundur á vegum Marris Consulting í París þar sem Philip Marris, framkvæmdastjóri og Þorsteinn Siglaugsson ráðgjafi fjalla um hvernig nýta má mállíkön á borð við ChatGPT til að bæta röklega greiningu og efla eigin rökhugsun.
Marris Consulting er í fremstu röð meðal ráðgjafarfyrirtækja sem sérhæfa sig í Theory of Constraints. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process, sem er grunnþáttur í Theory of Constraints og þjálfar stjórnendur víðsvegar um heim í notkun aðferðafræðinnar. Hann situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat og í stjórn nýstofnaðs faghóps um gervigreind.
Fundurinn er öllum opinn og hlekk á skráningarform má sjá hér.