Hvað er Neuroleadership og hvaða áhrif hefur það á árangursríka samvinnu.

Faghópar um breytingastjórnun, mannauðsstjórnun, markþjálfun og verkefnastjórnun héldu í morgun einkar áhugaverðan fund í HR sem bar yfirskriftina: „Hvað er Neuroleadership og hvaða áhrif hefur það á árangursríka samvinnu? Niðurstöður rannsókna á heilastarfsemi eru farnar að veita okkur þekkingu sem leiðir til endurskoðunar á stjórnunarkenningum m.a. á sviði breytingastjórnunar og árangursríkrar samvinnu.
Líffræðilegar rætur samskipta, tengsla og samvinnu hafa verið rannsakaðar á sviði „Social neuroscience“. Úr þeim rannsóknum má greina tvö megin þemu. Í fyrsta lagi að verulegan hluta hvata sem stýra félagslegum samskiptum má rekja til skipulagðrar tilhneigingar mannsins til að lágmarka hættu og hámarka ávinning. Í öðru lagi að heilastarfsemi sem rekja má til félagslegrar reynslu og því að lágmarka hættu og hámarka ávinning fer fram á sömu svæðum í heilanum og heilastarfsemi sem tengist grunn þörf mannsins til að lifa af. Þannig meðhöndlar heilinn félagslegar þarfir með svipuðum hætti og þörf á mat og drykk.
Guðríður Sigurðardóttir og Inga Björg Hjaltadóttir ráðgjafar hjá Attentus fóru yfir árangursríkar aðferðir í stjórnun út frá nýjustu rannsóknum í félags- og sálfræðilegum taugavísindum “neuroscience”. Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Attentus hefur nýlokið mastersnámi í Leadership and Organizational Coaching frá EADA Business School í Barcelona þar sem meðal annars var unnið í Neuro Training Lab og nýjustu tækni í rannsóknum á taugavísindum var beitt í stjórnendaþjálfun. Inga Björg Hjaltadóttur ráðgjafi hjá Attentus er nýkomin heim af ráðstefnu Neuro Leadership Institute þar sem þátttakendur fengu að kynnast nýjustu rannsóknum á þessu sviði.
Neuroleadership heimfærir rannsóknir á heilastarfsemi yfir á leiðtogahegðun. Skilningur á grundvallar vísindaniðurstöðum. Fyrst og fremst beitt á fjórum sviðum: Hæfni til að leysa vandamál, til að hafa stjórn á tilfinningum, vinna með öðrum og hæfni til að leiða breytingar. Fyrirtæki eru oft að kljást við að gæði vantar í ákvörðunartöku. PFC krítískt svæði heilans ígrundaðrar og rökréttar ákvörðunartöku þreytist auðveldlega, þreytist meira eftir því sem líður á daginn og þú þarft að fást við fleiri og fleiri ákvarðanir. Heimfærsla: Byrjaðu daginn á mikilvægustu ákvörðununum. Í heilanum er ósjálfráð vinnsla sem tengist þeim tíma þegar við reyndum að lifa af, forðast hættu og sækjast eftir umbun. Framheilavirknin hefur þróast mest hjá okkur. Fimm brautir eru í heilanum sem skanna hættur en einungis ein sem sækist eftir umbun. Heilinn vinnur því hraðar úr hættu en verðlaunum. Fólk skynjar t.d. ógnun í sameiningum fyrirtækja. Þá verða starfsmenn þröngsýnni þ.e. þeir eru að flýja og þá skapast togstreita gagnvart breytingum. Yfirmenn verða litnir tortryggnisaugum og virðast óganandi. Manneskjan er alltaf að forrita heilann t.d. þegar við fáum ný tæki, nýjan bíl þá þarf að nota framheilann vegna þess að við erum að gera nýjan hlut. Heilinn er latur og er alltaf að spara orku. Limbic-kerfi þar koma tilfinningar inn í kerfið. Dæmi: Endurgjöf á frammistöðu; ef við náum að merkja tilfinningu þ.e. taka tilfinningu úr ósjálfráða kerfi og setja hana í tilfinningakerfið.
En hvernig styðja tilfinningar við athygli? Við þurfum t.d. að vera mátulega stressuð til að standa okkur vel. Ákveðin spenna þarf til að ná spennu á framheila, sú spenna má ekki vera of mikil. „AHA“ stundir eru frábærar og þá náum við upp virkni. Allir þekkja hinn eiginlega fæðupýramída en það eru til 7 hugarorkulyklar/healthy mind platter 1. Svefntíminn/sleep time 2. Physicel time/leikfimitíminn 3.Focus time er þegar við náum flæði eða að einbeita okkur vel að einhverju einu, einbeiting forskot 4. Félagslegi tíminn/connecting time það skiptir miklu máli að eiga vin í vinnunni 5. Play time/leiktími við þurfum að leika okkur því það gefur heilanum orku 6. Down Time/þarna gerum við ekki neitt t.d. fáum góða hugmynd í sturtu eða hugleiðsla 7. Time-in /vera í núinu, hugsa það sem við erum að hugsa. Umbun litar allt í umhverfinu, hún litar allt. Limbic vs. PFC, mátuleg örvun er lykilatriði. Heilinn er ekki rökréttur, Sameiginleg markmið styrkja við samkennd og tengsl. Að sjá hvert annað sem hluta af sömu félagslegri heild leiðir til traust. Því er mikilvægt að bjóða öllum í teyminu að taka þátt í að skilgreina sameiginleg markmið. Félagslegt athæfi á vinnustöðum eykur því traust. Okkar líkar betur við hugmyndir sem koma úr okkar hóp en annarra. Að eiga rödd leiðir til sanngirnistilfinninga, sem leiðir til trausts á ferlum. Þegar við verðum hrædd þá missum við fókus og framleiðnin okkar minnkar.
Í breytingarferli eru eftirfarandi atriði mikilvæg: status-certainty-autonomy-relatedness-fairness/ staða, vissa sjálfstæði, tengsl og sanngirni. Rannsóknir sýna að lægri félagsleg staða innan fyrirtækis er krónískur streituvaldur og umfang gráa efnisins í heilanum minnkar á tilteknum svæðum heilans. Í vinnusálfræðinni er það þekkt að það er streituvaldur að hafa engin áhrif á hvernig starf manns er unnið þ.e. vinna á færibandi á síma o.fl. Fólk sem er hærra sett lifir lengur en þeir sem eru lægst settir og fá minnstar upplýsingar. Fólk sem er hærra sett óttast einnig að missa stöðuna sína og fer þá í sama ástand. Minni líkur eru á að maður sé valinn ef maður er í ósjálfráðri vinnslu. Vissa veitir mikla ró, því eru upplýsingar svo mikilvægar. Sú tilfinning að sjálfræði eða álit manns skipti máli er gríðarlegt. Dæmi voru tekin um morfínsjúkling; magn mikilvægt hvort honum voru gefnir skammtar eða þegar hann réði sjálfur hvað hann fékk. Dýr og menn sem hafa engin áhrif á umhverfi sitt læra að gera ekki neitt þ.e. „learn helpnesses“. Þú lærir að hætta að leita að lausnum. Höfnunarviðbrögð eru á við líkamlegan sársauka t.d. eins og þegar einhver fær ekki að vera með í boltaleik t.d. þegar verið er að kasta á milli. „Eisenberger - rannsakandinn). Ósznngjarnt tilboð virkjar“ógeðs“ svæði ´heila. Hefur áhrif á siðferðislegt mat okkar - sanngjarnt tilboð-virkjar“verklauna“svæði í heila. Sama tilboð getur virkjað hvort svæði sem er - samhengið/sýnin á það ræður hvort er.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?