Í morgun var haldinn fundur á vegum gæðahóps Stjórnvísi þar sem fjallað var gæðakerfi í byggingariðnaðinum sem er gerð krafa um í nýlegri byggingarreglugerð. Í lögum um mannvirki frá 2010 og í byggingarreglugerð frá 2012 kemur fram að iðnmeistarar, byggingastjórar og hönnuðir skuli hafa gæðastjórnunarkerfi samþykkt af Mannvirkjastofnun. Byggingafulltrúar og Mannvirkjastofnun þurfa einnig að koma sér upp gæðakerfi sem fyrsta skref í átt að faggildingu.
Loka dagsetning fyrir innleiðingu og skráningu gæðastjórnunarkerfa hjá Mannvirkjastofnun er 31. desember 2014. Kröfurnar koma til með að hafa áhrif á alla sem koma að mannvirkjagerð og töluverð vinna liggur fyrir hjá þeim aðilum sem ekki eru búnir að laga sig að nýju umhverfi.
Á heimasíðu Mannvirkjastofnunar er að finna leiðbeiningar um gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara. Einnig hafa Samtök Iðnaðarins lengi unnið að því að aðstoða við innleiðingu á aðferðum gæðastjórnunar. Á heimasíðum samtakanna er að finna leiðbeiningar og upplýsingar sem nýtast verktökum og jafnframt geta þessir aðilar hýst gæðaskjöl sín inn í mótuðu umhverfi á heimasíðunni.
Nánari upplýsingar er að finna í glærum frá fundinum undir ítarefni: http://stjornvisi.is/vidburdir/564