Hlutverk persónuverndarfulltrúa

Faghópur um persónuvernd hélt sinn fyrsta fund í morgun í Origo og var fullbókað á fundin.  Arna Hrönn Ágústsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Origo fjallaði um hlutverk persónuverndarfulltrúa, helstu verkefni persónuverndarfulltrúa, helstu áskorunum í starfi hans, hvað ber að varast o.s.frv. Jafnframt kynnti Arna ferlið að öðlast CIPP/E og CIPM vottun en hún hefur lokið CIPP/E vottun.  Elfur Logadóttir LL.M. í upplýsingatæknirétti flutti erindi um muninn á Privacy policy og Privacy notice. 

Arna byrjaði erindi sitt á að fjalla um hverjir þurfa að skipa persónuverndarfulltrúa.  Fyrirtæki eða stofnanir geta haft sameiginlegan persónuverndarfulltrúa en hann þarf að vera aðgengilegur fyrir alla.   Ef fyrirtæki skipar ekki persónuverndarfulltrúa en ber lagaleg skylda til þá liggja fyrir háar sektir.  Persónuverndarfulltrúinn þarf að hafa skilning á vinnslustarfseminni sem fer fram.  Miklu máli skiptir að efla vitundina hjá starfsfólkinu, hvað er verið að gera með persónuupplýsingar, fá starfsfólkið til að spila með. 

Persónuverndarfulltrúi þarf ekki endilega að vera lögfræðingur en hann þarf að hafa skilning á lagaframkvæmdinni og upplýsingatækni. Mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá lögfræðingi.  Það mun koma ISO vottun fyrir GDPR.

Persónuverndarfulltrúi þarf að hafa stuðning æðstu yfirmanna og nægan tíma til að sinna starfinu.  Starfið getur verið hlutastarf í sumum hlutföllum og fullt starf í öðrum.  Hann þarf líka að geta myndað teymi og hann þarf stuðning frá upplýsingatæknideild og mannauðsdeild.  Einnig þarf þessi fulltrúi að mennta sig stöðugt og viðhalda þekkingu sinni.  Persónuverndarfulltrúi þarf sjálfstæði í störfum, á ekki að heyra undir neina deild heldur heyra beint undir forstjóra.  Ekki má reka hann eða refsa honum fyrir störf sín sem persónuverndarfulltrúi en að sjálfsögðu má refsa honum fyrir annars konar brot.  Persónuverndarfulltrúi skal ekki taka ákvörðun um tilgang eða aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga.  Persónuverndarfulltrúi má ekki undir neinum kringumstæðum taka sjálfan sig út s.s. vera með marga hatta. 

Helstu verkefni persónuverndarfulltrúa eru að hann þarf að vera lykilmaður í að efla persónuverndarvitund, vera góður í samskiptum og fá alla til að vinna með sér.  Hann þarf að innleiða og hafa eftirfylgni með verklagreglum og ferlum, veita starfsmönnum ráðgjöf, sjá um starfsmannaþjálfun er varða persónuupplýsingar, sjá um innri úttektir, hann er tengiliður við eftirlitsyfirvaldið, áhættustýring og hafa eftirlit með vinnsluskrám.

Varðandi úthýsingu þá getur verið kostur fyrir minni fyrirtæki að gera það.  Ókosturinn gæti verið sá að þetta gæti verið kostnaðarsamt.  Helstu áskoranir persónuverndarfulltrúans eru að starfsmenn fari eftir verklagsreglum og ferlum,  framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd (MÁP), að sjálfstæði og óhæði í starfi PVF sé tryggt, nýtt lögbundið starfshlutverk sem fylgir óvissa um framkvæmd og brot á lögbundinni þagnaskyldu – hversu víðtæk er þagnaskyldan. 

Elfur Logadóttir hjá ERA fræddi félaga um Privacy policy og Privacy notice.  Er þetta það sama?  Hvað segir reglugerðin?  Hver eru skilaboðin sem verið er að senda okkur?

Reglugerðin segir í 2.gr. að vinnustaðir skulu gera ráðstafanir sem fela í sér að ábyrgðaraðili innleiði viðeigandi persónuverndarstefnur. Mikilvægt er að vera með stjórnkerfi í fyrirtækinu en hvað er stjórnkerfi?  Það er reglustjórn fyrirtækja þ.e. að ná utan um þær reglur sem gilda fyrir reksturinn og byggja upp vinnubrögð og hugarfar til samræmis.  Stjórnkerfið rammar inn starfshættina, styrkir mikilvægustu rekstrarþættina, aðstoðar við stýringu á áhættu og stuðlar að gagnæi í rekstri, gæðastjórnkerfi, öryggisstjórnkerfi, umhverfisstjórnkerfi. Í hverju einasta stjórnkerfi eru meginskjöl: stefna, verklagsregla, vinnulýsingar og eyðublöð.  En hvar er þá persónuverndarstefnan?  Elfur sýndi stefnuskjöl OR þ.e. gæðastefnu og upplýsingaöryggisstefnu. 

Í persónuverndarstefnunni á að vera hægt að sjá hvað fyrirtæki eru að gera.  Stefnur segja alltaf til um hvað fyrirtækin eru að gera og að baki þeim eru tonn af reglum.  Persónuverndarstefnan á að vera á heimasíðu fyrirtækja og vera mjög auðlesanleg.

 

 

Um viðburðinn

Hlutverk persónuverndarfulltrúa.

Því miður er fullbókað á fundinn.  

Þann 14. maí nk. kl 8:30-10:00 mun Arna Hrönn Ágústsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Origo fjalla um hlutverk persónuverndarfulltrúa. Arna mun segja okkur frá verkefnum persónuverndarfulltrúa, helstu áskorunum í starfi hans, hvað ber að varast o.s.frv. Jafnframt mun Arna leiða okkur í gegnum það ferli að öðlast CIPP/E og CIPM vottun en hún hefur lokið CIPP/E vottun. Við hvetjum alla þá sem koma að persónuverndarmálum til að mæta!

 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?