Streymi af haustráðstefnu Stjórnvísi 7.október 2021 í heild sinni.
Myndir af ráðstefnunni.
Tengill á erindin í sitthvoru lagi á facebooksíðu Stjórnvísi.
Haustráðstefna Stjórnvísi var haldin í beinni útsendingu í morgun frá Grand Hótel. Þema ráðstefnunnar var „Nýtt jafnvægi“. Ráðstefnustjóri var Dr. Edda Blumenstein framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO.
„Miklar umbreytingar hafa átt sér stað síðustu misseri bæði neikvæðar og ekki síður jákvæðar. Tækninni hefur fleygt fram á ógnarhraða og ótrúlegt hvað fólk hefur brugðist hratt við að tileinka sér nýjungar. Sem dæmi um það þá hafa þátttakendur á viðburðum Stjórnvísi aldrei verið fleiri í sögu félagsins og það má þakka m.a. auðveldu aðgengi allra landsmanna í gegnum Teams“ sagði formaður stjórnar Stjórnvísi Sigríður Harðardóttir við setningu ráðstefnunnar.
Dagskráin var eftirfarandi:
Háskólinn í Reykjavík : Nýtt jafnvægi í menntakerfinu, áskorun og ögrun. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Íslandsbanki og Landsbankinn: Verkefnamiðað vinnurými: Úrlausnir, lærdómur, endurbætur og áskoranir. Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka og Baldur Gísli Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans.
Innlegg um sköpunargleði og nýtt jafnvægi. Birna Dröfn Birgisdóttir doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík.
Stafrænt Ísland - Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands - helstu áskoranir og hefur náðst nýtt jafnvægi?
Jessica Jane Kingan eigandi og framkvæmdastjóri Rauða Húsið og Bakki Apartments & Hostel Eyrarbakki – Sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni fóta sig eftir faraldurinn.