Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð

Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð var yfirskrift fundar á vegum faghópa um ISO og samfélagsábyrgð í Marel í morgun. Stjórnvísi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, stóðu saman að fundinum. Markmið fundarins var að varpa ljósi á hagnýtt gildi staðalsins fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Ólíkt mörgum ISO stöðlum er ISO 26000 ekki staðall til vottunar á fyrirtækjum heldur er hann hugsaður sem leiðbeiningarstaðall fyrir innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. ISO 26000 nýtist fyrirtækjum vel við að kortleggja sína samfélagsábyrgð og setja sér markmið um aðgerðir og árangur. Vinnuhópur var stofnaður í janúar 2005 til þess að þróa staðalinn og hélt átta fundi. Sjöhundruð þátttakendur voru frá 99 löndum og 42 fjölþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þess að tryggja sem víðtækasta sátt um staðalinn var þess gætt að aðilar kæmu alls staðar að úr samfélaginu.
Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands sagði frá því að Staðlaráð lét þýða ISO 26000 á íslensku og hann var síðan staðfestur sem íslenskur staðall árið 2013. Staðallinn var fyrst gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum 1. nóvember 2010. Staðallinn veitir leiðbeiningar um hugtök og skilgreiningar samfélagslegrar ábyrgðar, bakgrunn, þróun og einkenni, meginreglur og starfshætti er varða samfélagsábyrgðarinnar. Aðaleinkenni samfélagslegrar ábyrgðar felst í vilja fyrirtækis til að innleiða samfélags-og umhverfislega hugsun í ákvörðunum sínum. Sjö grundvallarreglur eru í staðlinum; ábyrgðarskylda (gagnvart öllum aðilum), gagnsæi (stefna sýnileg og öllum aðgengileg), siðferðileg háttsemi (umhyggju fyrir fólki, dýrum og umhverfinu), virðing fyrir hagsmunum hagsmunaaðila (virða og bregðast við hagsmunaaðilum), virðing fyrir réttarríki (viðurkynna að virðing fyrir reglum sé ófrávíkjanleg t.d. greiða konum og körlum sömu laun), virðing fyrir alþjóðlega viðtekinni háttsemi (forðast meðsekt í starfsemi annars fyrirtækis t.d. barnaþrælkun) og fyrir mannréttindum (stuðla að því að mannréttindaskrá SÞ sé í heiðri höfð). 1. Stjórnarhættir fyrirtækis eru það kerfi sem fyrirtækið beitir til að taka ákvarðanir og framkvæma þær til að ná markmiðum sínum. 2. Mannréttindi eru grundvallarréttindi sem allir menn eiga kröfu til. 3. Vinnnumál fyrirtkis ná yfir alla stefnumörkun og starfsvenjur sem tengjast vinnu sem innt er af hendi. 4. Umhverfismál, fyrirtæki ættu að taka upp samþætta aðferð. 5. Sanngjarnir starshættir. 6. Neytendamál. Fyrirtæki sem láta neytendum og örðum viðskptavinum í té vöru og þjonustu bera ábyrgð gagnvart þessum aðilum. 7. Samfélagsleg virkni og þróun.
Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Marel fór yfir hvernig Marel hefur undanfarið ár unnið að mótun stefnu og innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Marel nýtir sér ISO 26000 til þess að hafa yfirsýn. Global Compact er notað til þess að skapa skuldbindingu. Marel í upphafi snerist um að auka framlegð í sjávarútvegi með því að búa til rafeindarvog. Þetta verkefni er samfélagslega ábyrgt. Grunngildin snúast um að auka framlegð og búa til meiri hagsæld sem er samfélagsábyrgð. Þorsteinn fékk aðstoð við að finna lykilaðila innan Marel, útbjó spurningarlista og passaði upp á að enginn flokkur yrði útundan. Niðurstöður viðtalanna voru síðan mæld við stefnu Marel. En hverjar eru hindranirnar? Marel er tórt fyrirtæki með starfsstöðvar í mörgum mismunandi menningarheimum. Gagnaöflun er flókin og erfitt getur reynst að fá sambærileg gögn frá öllum starfsstöðvum. Þetta er verkefni sem þarf að fara hægt í en af miklum þunga. Það hafa allir nóg með sitt. Stóra áskorunin er hvernig hægt er að innleiða fleiri KPI þannig að starfsmönnum finnist þeir skipta máli. Opnað var áhugavert svæði fyrir starfsmenn þar sem þeir voru beðnir um að deila sögum frá fyrirtækinu. www.livingmarel.com
Að lokum fjallaði Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun um aðdraganda þess að stefna um samfélagsábyrgð var sett hjá Landsvirkjun og um áherslur á samskipti við hagsmunaaðila. Landsvirkjun var stofnuð 1965 og frá upphafi var lögð áhersla á að fyrirtækið væri sjálfstætt og óháð, tekjuflæði öruggt og öll verkefni boðin út. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á uppgræðslu og skógrækt. Árið 2006 innleiddi Landsvirkjun umhverfisstjórnunarkerfi. Árið 2009 var allt orðið vottað skv. ISO 14001. Markmið með gerð samfélagsskýrslu hjá Landsvirkjun var að samhæfa stjórnkerfi og gera samfélagsábyrgðina hluta af kerfinu. Stefnu um samfélagsábyrgð er að finna á heimasíðu Landsvirkjunar. Þar sjást markmiðin og mælikvarðarnir.
Um ISO 26000 á vef ISO: http://www.iso.org/iso/home/standards/iso26000.htm

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?