Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð

Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð var yfirskrift fundar á vegum faghópa um ISO og samfélagsábyrgð í Marel í morgun. Stjórnvísi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, stóðu saman að fundinum. Markmið fundarins var að varpa ljósi á hagnýtt gildi staðalsins fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Ólíkt mörgum ISO stöðlum er ISO 26000 ekki staðall til vottunar á fyrirtækjum heldur er hann hugsaður sem leiðbeiningarstaðall fyrir innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. ISO 26000 nýtist fyrirtækjum vel við að kortleggja sína samfélagsábyrgð og setja sér markmið um aðgerðir og árangur. Vinnuhópur var stofnaður í janúar 2005 til þess að þróa staðalinn og hélt átta fundi. Sjöhundruð þátttakendur voru frá 99 löndum og 42 fjölþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þess að tryggja sem víðtækasta sátt um staðalinn var þess gætt að aðilar kæmu alls staðar að úr samfélaginu.
Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands sagði frá því að Staðlaráð lét þýða ISO 26000 á íslensku og hann var síðan staðfestur sem íslenskur staðall árið 2013. Staðallinn var fyrst gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum 1. nóvember 2010. Staðallinn veitir leiðbeiningar um hugtök og skilgreiningar samfélagslegrar ábyrgðar, bakgrunn, þróun og einkenni, meginreglur og starfshætti er varða samfélagsábyrgðarinnar. Aðaleinkenni samfélagslegrar ábyrgðar felst í vilja fyrirtækis til að innleiða samfélags-og umhverfislega hugsun í ákvörðunum sínum. Sjö grundvallarreglur eru í staðlinum; ábyrgðarskylda (gagnvart öllum aðilum), gagnsæi (stefna sýnileg og öllum aðgengileg), siðferðileg háttsemi (umhyggju fyrir fólki, dýrum og umhverfinu), virðing fyrir hagsmunum hagsmunaaðila (virða og bregðast við hagsmunaaðilum), virðing fyrir réttarríki (viðurkynna að virðing fyrir reglum sé ófrávíkjanleg t.d. greiða konum og körlum sömu laun), virðing fyrir alþjóðlega viðtekinni háttsemi (forðast meðsekt í starfsemi annars fyrirtækis t.d. barnaþrælkun) og fyrir mannréttindum (stuðla að því að mannréttindaskrá SÞ sé í heiðri höfð). 1. Stjórnarhættir fyrirtækis eru það kerfi sem fyrirtækið beitir til að taka ákvarðanir og framkvæma þær til að ná markmiðum sínum. 2. Mannréttindi eru grundvallarréttindi sem allir menn eiga kröfu til. 3. Vinnnumál fyrirtkis ná yfir alla stefnumörkun og starfsvenjur sem tengjast vinnu sem innt er af hendi. 4. Umhverfismál, fyrirtæki ættu að taka upp samþætta aðferð. 5. Sanngjarnir starshættir. 6. Neytendamál. Fyrirtæki sem láta neytendum og örðum viðskptavinum í té vöru og þjonustu bera ábyrgð gagnvart þessum aðilum. 7. Samfélagsleg virkni og þróun.
Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Marel fór yfir hvernig Marel hefur undanfarið ár unnið að mótun stefnu og innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Marel nýtir sér ISO 26000 til þess að hafa yfirsýn. Global Compact er notað til þess að skapa skuldbindingu. Marel í upphafi snerist um að auka framlegð í sjávarútvegi með því að búa til rafeindarvog. Þetta verkefni er samfélagslega ábyrgt. Grunngildin snúast um að auka framlegð og búa til meiri hagsæld sem er samfélagsábyrgð. Þorsteinn fékk aðstoð við að finna lykilaðila innan Marel, útbjó spurningarlista og passaði upp á að enginn flokkur yrði útundan. Niðurstöður viðtalanna voru síðan mæld við stefnu Marel. En hverjar eru hindranirnar? Marel er tórt fyrirtæki með starfsstöðvar í mörgum mismunandi menningarheimum. Gagnaöflun er flókin og erfitt getur reynst að fá sambærileg gögn frá öllum starfsstöðvum. Þetta er verkefni sem þarf að fara hægt í en af miklum þunga. Það hafa allir nóg með sitt. Stóra áskorunin er hvernig hægt er að innleiða fleiri KPI þannig að starfsmönnum finnist þeir skipta máli. Opnað var áhugavert svæði fyrir starfsmenn þar sem þeir voru beðnir um að deila sögum frá fyrirtækinu. www.livingmarel.com
Að lokum fjallaði Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun um aðdraganda þess að stefna um samfélagsábyrgð var sett hjá Landsvirkjun og um áherslur á samskipti við hagsmunaaðila. Landsvirkjun var stofnuð 1965 og frá upphafi var lögð áhersla á að fyrirtækið væri sjálfstætt og óháð, tekjuflæði öruggt og öll verkefni boðin út. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á uppgræðslu og skógrækt. Árið 2006 innleiddi Landsvirkjun umhverfisstjórnunarkerfi. Árið 2009 var allt orðið vottað skv. ISO 14001. Markmið með gerð samfélagsskýrslu hjá Landsvirkjun var að samhæfa stjórnkerfi og gera samfélagsábyrgðina hluta af kerfinu. Stefnu um samfélagsábyrgð er að finna á heimasíðu Landsvirkjunar. Þar sjást markmiðin og mælikvarðarnir.
Um ISO 26000 á vef ISO: http://www.iso.org/iso/home/standards/iso26000.htm

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?