Síðasta fræðsla ársins var í morgun, fimmtudaginn 5 . desember. Kristín Þórðardóttir og Enok Kjartansson hjá Advania sáu um fræðsluna sem var mjög áhugaverð. Kristín ræddi m.a um hagnýtingu upplýsingatækni í innkaupum, notkun vörulista, útboð, aðfangakeðjuna og fleira. Glærur frá fyrirlestrinum eru komnar inn á síðuna okkar. Advania bauð upp á kaffi og flott meðlæti, takk kærlega fyrir okkur.
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum fyrir frábært fræðsluár 2013, okkar fyrsta, þá langar okkur að minna á fyrstu fræðslu ársins 2014, en Guðrún Gunnarsdóttir hjá Vodafone mun vera með erindi um "hagkvæmni útboða" nánar auglýst síðar.
Jólakveðja til ykkar allra.
Stjórnin