Gigg hagkerfið - Gigg eða gullúr?

Faghópur um framtíðarfræði í samstarfi við breytingarstjórnun byrjuðu hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægi Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.
En hvað er gigg?  Verktaka, miðlun vinnu, sértæk þekking, HaaS(Human as a Service), 4.iðnbyltingin, deilihagkerfið? 
Er giggið gott eða vont?  Það veitir frelsi því fólk lætur gildi stjórna lífi sínu í dag.  Gallarnir eru að öryggi er ekki mikið, óvissa, réttindi gigg starfsfólks eru lítil, óstöðugleiki, skiptitími er á manns eigin reikning og tölvan ræður, algorithmar oft til staðar sem enginn skilur eða veit af. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna er þetta frábært því föstum kostnaði er breytt í breytilegan, aukinn sveigjanleiki, HaaS, fyrirtæki fá aukið aðgengi að þekkingu, Draumurinn er auðvitað að geta einfaldlega unnið vinnuna sína á ströndinni. 
En hvað er að gerast og hvað getur haft áhrif á þetta?  Ný kynslóð fjárfestir frekar í minningum, samveru, samnýtingu, leigja hluti frekar en að kaupa og að fjárfesta í steypu er minna áhugavert en var.  Fólk er að vinna í teymum, vinnur Agile, sértæk þekking, vefþjónustu og örþjónustur. Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn gera ekki ráð fyrir sætum fyrir alla starfsmenn í dag.  Síminn stýrir lífi ungs fólks í dag, þar eru allar upplýsingar. 

Í lokin setti Brynjólfur upp tvær sviðsmyndir.  1. Þriðjungur fólks er í hefðbundinni vinnu, þriðjungur er að horfa á netflix og þriðjungur að skrifa efni fyrir Netflix.    Hin sviðsmyndin var að ef við erum að við erum á leið í mikla mismunun, verður fólk sátt við það?  Góðu fréttirnar eru að við eigum tækifæri til að nýta atvinnuþátttöku í samfélaginu og væri samfélagslega jákvætt.  Gullúrakynslóðin er svolítið búin.  Framtíðin er símenntun því nám er svo fljótt að verða úrelt. 

 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.

 

Um viðburðinn

Gigg eða gullúr - Hvernig vinnum við í framtíðinni?

Við byrjum hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægir Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn.
 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?