Faghópur um framtíðarfræði í samstarfi við breytingarstjórnun byrjuðu hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægi Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.
En hvað er gigg? Verktaka, miðlun vinnu, sértæk þekking, HaaS(Human as a Service), 4.iðnbyltingin, deilihagkerfið?
Er giggið gott eða vont? Það veitir frelsi því fólk lætur gildi stjórna lífi sínu í dag. Gallarnir eru að öryggi er ekki mikið, óvissa, réttindi gigg starfsfólks eru lítil, óstöðugleiki, skiptitími er á manns eigin reikning og tölvan ræður, algorithmar oft til staðar sem enginn skilur eða veit af. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna er þetta frábært því föstum kostnaði er breytt í breytilegan, aukinn sveigjanleiki, HaaS, fyrirtæki fá aukið aðgengi að þekkingu, Draumurinn er auðvitað að geta einfaldlega unnið vinnuna sína á ströndinni.
En hvað er að gerast og hvað getur haft áhrif á þetta? Ný kynslóð fjárfestir frekar í minningum, samveru, samnýtingu, leigja hluti frekar en að kaupa og að fjárfesta í steypu er minna áhugavert en var. Fólk er að vinna í teymum, vinnur Agile, sértæk þekking, vefþjónustu og örþjónustur. Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn gera ekki ráð fyrir sætum fyrir alla starfsmenn í dag. Síminn stýrir lífi ungs fólks í dag, þar eru allar upplýsingar.
Í lokin setti Brynjólfur upp tvær sviðsmyndir. 1. Þriðjungur fólks er í hefðbundinni vinnu, þriðjungur er að horfa á netflix og þriðjungur að skrifa efni fyrir Netflix. Hin sviðsmyndin var að ef við erum að við erum á leið í mikla mismunun, verður fólk sátt við það? Góðu fréttirnar eru að við eigum tækifæri til að nýta atvinnuþátttöku í samfélaginu og væri samfélagslega jákvætt. Gullúrakynslóðin er svolítið búin. Framtíðin er símenntun því nám er svo fljótt að verða úrelt.
Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.
Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.
Meðal verkefna eru:
- Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
- Þarfagreiningar fyrir útboð.
- Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
- Endurhögun ferla.
- Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.