Gagnvirkur skype-viðburður í samstarfi við Deming

Í dag var haldinn á vegum faghóps um gæðastjórnun og Iso staðla áhugaverður viðburður í samstarfi við Deming stofnunina í Bandaríkjunum.  Fundurinn var haldinn í VÍS og það var Rebekka Bjarnadóttir sem stjórnaði fundinum en Rebekka er í stjórn faghópsins. Dr. Bill Bellows, Deputy Director Deming stofnunarinnar veitti viðstöddum innblástur í anda aðferða Demings. Dr. Bill sagði sögu Deming og í fyrirlestri sínum spurði hann áheyrendur spurninga.  Dr. Bill hvatti fólk til að huga að því og skilja hvert hlutverk þeirra er í fyrirtækinu.  Hann ræddi meðal annars um mikilvægi væntinga viðskiptavina.  Ef þær eru í takt við það sem vonast er eftir þá ræðir viðskiptavinurinn það ekkert.  Ef þær eru meiri en vonast var til þá segir hann það vinum sínum en ef viðskiptavinurinn verður fyrir vonbrigðum fá allir að vita af því.  Hann ræddi einnig mikilvægi þess að veita því athygli sem verið er að gera vel og að einblýna ekki eingöngu á það sem illa er gert.  Við eigum að verða enn betri í því sem við erum góð í.  

Viðburðinum var streymt og hægt er að nálgast hann á facebooksíðu Stjórnvísi.  

 

 

Um viðburðinn

Hvað getum við lært af Deming, föður gæðastjórnunar?

Einstakt tækifæri – Skype viðburður í samstarfi við Deming stofnunina í Bandaríkjunum

W. Edwards Deming er gjarnan talinn einn helsti áhrifavaldur þess að Japan komst upp úr brunarústum eftirstríðsáranna í næststærsta hagkerfi heims. Oft er talað um þetta afrek sem hið efnahagslega kraftaverk eftirstríðsáranna í Japan. Deming var meðal annars ráðinn sem stjórnunarráðgjafi Toyota og lagði í kjölfarið grunninn að Toyota aðferðinni (TPS). Oft er Deming kallaður faðir gæðastjórnunar.

Stjórnunaraðferð Demings hjálpar stjórnendum og starfsfólki að beita fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir vandamál í stað þess að slökkva stöðugt elda. Viðhald í stað viðgerða. Rannsóknir Demings sýna að 94% gæðavandamála megi rekja til vinnuumhverfisins og aðstæðna, ekki starfsfólksins, en þetta er hugsun sem er mörgum framandi.

Í samstarfi við Deming stofnunina í Bandaríkjunum ætlar Dr. Bill Bellows, Deputy Director Deming stofnunarinnar, að veita okkur innblástur í anda aðferða Demings.

 

Nánar um erindi Dr. Bill Bellows:

Why Deming? Why now?
Abstract: Before his death in 1993, W. Edwards Deming provided “a map of theory by which to understand the organizations that we work in.” He was well aware of the challenges that organizations face, in their “Business as Usual” mode of operation. He shared simple explanations to challenge us to envision “Business as Unusual.” “Sure,” he said, “we have to solve problems. Certainly, stamp out the fire. Stamp out the fire and get nowhere. Stamp out the fires puts us back to where we were in the first place.” 

In practicing “Business as Usual,” resources are allocated to fire-fighting, attempting to lower Things Gone Wrong, such as medical errors in a hospital. Under such contingent circumstances (a problem has occurred), how much value is given to activities for preventive measures (a problem has not occurred), if not seeking opportunities for investment, wherein efforts to improve existing actions (those not considered current problems) will have a superior return elsewhere within the system? Business as Unusual, guided by Dr. Deming’s distinctive theory of management, offers unlimited opportunities to both prevent problems and seek opportunities for investment.

Nánari upplýsingar um Dr. Bill Bellows má sjá hér.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?