Gæðastjórnunar-og ISO hópur Stjórnvísi héldu sameiginlega ráðstefnu nýverið sem nær 100 manns sóttu. Markmið ráðstefnunnar sem bar yfirskriftina "Kostar gæðastjórnun ekki neitt ?" var að sýna fram á að það þarf ekki að kosta mikið og jafnvel ekki neitt að vera með gæðastjórnun. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og höfðu ráðstefnugestir fyrir því að senda þakkarbréf. Einn gestanna skrifaði: "Mér fannst mjög gaman að hlusta á fyrirlesarana, allt svo vandað og gott. Stjórnvísi vinnur frábært starf og grasrótarstarfið er mikilvægt og skilar miklu. Það er alltaf gaman að fá að vera með ykkur. " Efni fyrirlesara er meðfylgjandi ásamt myndum af ráðstefnunni.
Meðfylgjandi eru myndir af ráðstefnunni.
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.321343404600283.76426.110576835676942&type=1