Fyrsti fundur ISO hóps Stjórnvísi var haldinn í morgun þann 8.október hjá AZAZO/Gagnavarslan.
Fyrirlesarar voru Brynja Guðmundsdóttir forstjóri AZAZO og Guðmundur S. Pétursson ráðgjafi hjá AZAZO.
Brynja fjallaði um AZAZO og Guðmundur fjallaði um efnið: ,,Geta virk gæðakerfi lognast útaf? Þáttur stjórnenda í uppbyggingu gæðakerfa".
Það var mjög áhugavert að hlusta á erindi þeirra beggja. Það er greinilegt að mikil þekking og reynsla er innan veggja fyrirtækisins hjá þeim í gæðamálum. Nánar má fræðast um fyrirtækið á eftirfarandi link: http://www.azazo.com/
Fyrir hönd stjórnarinnar þá vil ég þakka starfsmönnum AZAZO fyrir áhugvert erindi og hýsingu fundarins og einnig vil ég þakka fundarmeðlimum fyrir góða mætingu. Glærur og myndir frá fundinum eru nú aðgengilegar hér á vefnum.
Næsti fundur er þann 17.október næstkomandi. Fundurinn ber heitið: ,,Eru umbótaverkefni ISO 9001 vottaðra fyrirtækja hefðbundin verkefni eða ekki?“ Fyrirlesarinn heitir Sigríður Jónsdóttir og er gæðastjóri hjá Póstinum. Fyrirlesturinn er haldinn í höfuðstöðvum póstsins að Stórhöfða 29 í Reykjavík.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég hvetja alla til þess að kynna sér áhugaverða dagskrá ISO hópsins núna í vetur, en búið er að setja inn alla fundi undir ,,Viðburðir".
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður ISO hópsins