Um fjörutíu áhugaverðir aðilar sýndu faghópi um framtíðarfræði áhuga, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta fyrstu stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu, sjö karlar og sjö konur. Fyrsti fundur hópsins var á Nauthól í dag þar sem farið var yfir hugsanlegar áherslur hópsins á næstunni. Stjórnin stefnir á að boða til fundar í faghópnum um miðjan maí. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/framtidarfraedi
Stjórn faghópsins skipa: Andrés Jónsson Roots Iceland, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Icelandtourism, Encho Planevov Kópavogsbær, Fjóla María Ágústdóttir fjármála-og efnahagsráðuneytið, Gestur Pétursson Elkem, Guðrún Kaldal Reykjavíkurborg, Hólmfríður Sigurðardóttir OR, Ilmur Dögg Gísladóttir Listaháskóli Íslands, Jónína Björk Vilhjálmsdóttir Efla, Sigurður B. Pálsson BYKO, Sævar Kristinsson KPMG, Védís Sigurðardóttir Landsbankinn, Þór G. Þórarinsson Velferðaráðuneytið og Karl Friðriksson Nýsköpunarmiðstöð Íslands.