Faghópur um vörustjórnun – innkaupa og birgðastýringu hélt í morgun fjölmennan fund í Háskólanum í Reykjavík þar sem kynnt var fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi. Innnes ehf hefur undanfarin misseri unnið að hönnun á nýju hátæknivöruhúsi sem mun vera það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi m.t.t. hönnunar, sjálfvirkni og tækni. Vöruhúsið mun hýsa frysti, kæli og þurrvörur og er hver eining hönnuð með mismunandi tækni til að tryggja sem besta vörumeðhöndlun m.t.t gæða.
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes fór yfir hönnunina, sagði frá undirbúningi verkefnisins og hvernig samsetning sjálfvirkra- og handvirkra lausna mun vinna saman að því að tryggja aukna skilvirkni, gæði, og afköst.
Ástæða þess að farið var af stað í verkefnið var sú að núverandi húsnæði var sprungið og fyrirtækið í stöðugum vexti t.d. með mikilli aukningu ferðamanna. Keypt var 8660fm lóð að Korngörðum 3 og fengið leyfi fyrir 35 m háu húsi 12.000fm (vöruhús og skrifstofur). Gengið var til samstarf við SSI Schafer í Þýskalandi þar sem þeir hafa gott orðspor á markaði sjálfvirkra lausna, 8000 starfsmenn um allan heim þar af 1000 í upplýsingatækni.
Áskoranir Innes voru þær að viðskiptavinir eru afgreiddir á margvíslegan hátt t.d. heilum pallettum, sandwich pallettum, layerum, kössum stykkjum og kílóum.
Það sem var endað með voru 3 stórir brettakranar í þurrvöru,29 metra HBW brettageymsla=10.800 plt með afkastagetu 40-60 bretti á klst. 48 hæða CUBY bakkageymslu fyrir stk og kassa, 48 sjálfvirkar skutlur sem flytja bakka með hjálp fjögurra lyfta 20.800 bakkar/1560 plt afkastageta allt að 1200 pantanalínur á klst. og 2 stórir brettakranar í frysti.
Húsið er byggt á jarðfyllingu og því hafa verið gerðar ráðstafanir og boraðar niður súlur til að gólf séu slétt og húsið haggist ekki í jarðskjálftum. Jóhanna sýndi nokkur myndbönd þar sem sjá mátti hvernig tínslustöðvarnar virka. Einnig verður Innnes með lóð að Korngörðum 15 fyrir bananaþroskun o.fl. Hagræðingin af vöruhúsinu er sú að öll starfsemi verður á einum stað og til verður rými til að stækka. Dótturfyrirtækið Vínnes bætist í hópinn. Varðandi rekstrarhagræði þá mun stöðugildum fækka, dreifileiðir verða styttri því Eimskip, Flytjandi og Bakkinn eru í næsta nágrenni. Að lokum nefndi Jóhanna að þjónustan verður enn betri, snögg þjónusta og meiri nákvæmni.