Í næstu viku verður haldinn 50 ára afmælisráðstefna World Future Studies Federation í París. Þau ykkar sem ekki komast til Parísar geta fylgst með ákveðnum fyrirlestrum á netinu.
Sjá dagsskrá yfir þá fyrirlestra hér; https://wfsf2023paris.org/online-schedule/
Fylgjast með umræðum í mynd hér; https://www.youtube.com/watch?v=IkEAtxCTOW4
WFSF er ein virtustu samtök framtíðarfræðinga á alþjóðavísu og ein elstu, stofnuð 1973 í París, með meðlimi í yfir 60 löndum. WFSF er samstarfsaðili UNESCO og Sameinuðu þjóðanna, auk annarra alþjóðalegra samtaka.
Ráðstefnan verður dagana 25.-27. október, með hliðarviðburðum dagana 23.-24. október. Í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins ræðum við síðastliðin 50 ár og síðan en ekki síst næstu 50 árin.
Framtíðarsetur Íslands, https://framtidarsetur.is/ er formlegur aðili að WFSF, https://wfsf.org/