Fyrsti fundur ISO hóps var haldinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur fimmtudaginn 26. janúar. Þetta var umræðufundur um virkni og líf gæðakerfis og sérstaklega var rýnt í aðkomu stjórnenda og áhrif þeirra á uppbyggingu og virkni gæðakerfa. Sérstaklega var því velt upp hvernig æðstu stjórnendur takast á við meiri háttar breytingar sem verða hjá fyrirtækjum t.d. þegar nýir forstjórar eða stjórnendur koma inn í það skipulag sem lýst er í þróuðum gæðakerfum.
Guðmundur S. Pétursson gæðastjóri Landsvirkjunar var með framsögu og spunnust skemmtilegar og áhugaverðar umræður nánast allan tíman sem hann fór yfir mjög svo athyglisverða þætti og dróg fram sýn sem ekki er venjulega í umræðunni.
Vond færð og veður setti mark sitt á fundarsókn en aðeins helmingur þeirra sem skráð voru á fundinn komu.