Fréttatilkynning - Ákall til Sameinuðu þjóðanna

Til fróðleiks þá er hér fréttatilkynning um ákall til Sameinuðu þjóðanna, sem einn af stærri vettvögnum framtíðarfræðingar, Millennium Project, hefur mótað vegna hugsanlegra þróunar breytingarafla á heimsvísu. Munum samt að framtíðin er björt :)

Fréttatilkynning - Ákall til Sameinuðu þjóðanna

Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga – Millennium Project

Tvö hundruð leiðtogar kalla eftir því  að stofnuð verði sérstök skrifstofa hjá Sameinuðu þjóðunum, til að samræma alþjóðlegar rannsóknir og hafi það að markmiði að hindra útrýmingu mannkyns.

The Millennium Project, World Futures Studies Federation og Association of Professional Futurists benda á að mannkyninu sé verulega ógnað vegna veikingar á lofthjúpi jarðar, súrnun sjávar vegna loftslagsbreytinga, stjórnlausrar þróunar á nanótækni og gervigreind.

Í opnu bréfi til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, dagsettu 16. september 2021, hvetja internetbrautryðjandinn Vint Cerf, Nóbelsverðlaunahafinn Oscar Arias og aðrir leiðtogar á sviði tækni, viðskipta, stjórnmála, umhverfis- og loftslagsmála um allan heim, til þess að sett verði á stofn sérstök skrifstofa innan Sameinuðu þjóðanna sem fjalli sérstaklega um þær ógnir sem steðja að mannkyninu.. Tilgangur slíkrar skrifstofu væri að samræma alþjóðlegar rannsóknir á langtíma áhrifum slíkra ógna  og varnir gegn þeim.

Í bréfinu leggur Maria João Rodrigues, höfundur Lissabonáætlunar ESB, til að skrifstofa Sameinuðu þjóðanna geri fýsileikakönnun á stofnun slíkra skrifstofu.

„Bráðakrísur virðast alltaf taka athygli frá langtíma áhyggjum um framtíð mannkyns. Því þurfum við sérstaka skrifstofu innan Sameinu þjóðanna sem einblínir  á það sem gæti útrýmt okkur og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það. “sagði Jerome Glenn, forstjóri The Millennium Project.

Innan Sameinuðu þjóðanna eru nú þegar stofnanir sem taka á mörgum af áskorunum nútímans - svo sem minnkandi ferskvatni í heiminum, samþjöppun auðs og þjóðernistengdu ofbeldi – en eins alvarlegir og þessi þættir eru þá ógna þeir ekki tilvist mannkyns.

Eftirfarandi tíu atriði eru dæmi um langtíma ógnir:

• Veiking á lofthjúpi (segulsviði) jarðar sem verndar okkur fyrir banvænni geislun sólar

• Mikil losun vetnissúlfats vegna súrnun sjávar, sem stafar af hlýnun jarðar

• Skaðleg nanótækni (þar á meðal svonefnt „gray goo“ vandamál)

• Stjórnlaus þróun gervigreindar

• Einstaklingshyggja sem gæti meðal annars leitt til þróunar og notkunar gereyðingarvopna, s.s. efnavopna

• Vaxandi ógn vegna kjarnorkustríðs

• Stjórnlausir og alvarlegir heimsfaraldrar

•  Kornakstursslys (e. A particle accelerator accident)

• Sprengingar vegna gamma-geisla frá sólu (e. Solar gamma-ray bursts)

• Árekstur smástirna

„Það eru engir innviðir innan Sameinu þjóðanna sem fjalla um slíkar langtíma ógnir,“ sagði Héctor Casanueva, fyrrverandi sendiherra Chile hjá Sameinuðu þjóðanna í Genf. „Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um stefnumótun og tilvistarógnir gæti greint, fylgst með, séð fyrir og samhæft stefnumótandi rannsóknir á heimsvísu til að koma í veg fyrir þessar ógnir, sagði hann. „Það myndi þjóna alþjóðlegum stofnunum, ýmsum samtökum, þjóðríkjum og mannkyninu almennt.

Hugmyndin að nýrri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna kom fram á degi framtíðar 1. mars 2021, sem er haldin árlega. Um er að ræða alþjóðlega netráðstefnu nærri þúsund sérfræðinga frá 65 löndum. Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga, Millennium Project,  stendur fyrir umræddum degi. Lagt var til að ályktun um framangreint ákall yrði lögð fyrir á næsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í september 2021. Það myndi veita skrifstofu Sameinuðu þjóðanna umboð til að gera fýsileikakönnun á fyrirhugaðri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um langtíma ógnir.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, umsjónarmaður Framtíðarseturs Íslands, en setrið er aðili að alþjóðavettvanginum Millennium Project.

Framtíðarsetur Íslands er leiðandi rannsóknasetur á sviði framtíðarfræða hérlendis í öflugu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hér á landi sem erlendis. Sjá nánar www.framtidarsetur.is

Meðfylgjandi er framangreint bréf til aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Karl Friðriksson

karlf@framtidarsetur.is

Sími 8940422

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?