Framtíðir í febrúar – Fjölbreyttir viðburðir
Framtíðarhugleiðingar koma sterkt inn í febrúarmánuð. Við byrjum með öflugri þátttöku í UTmessunni í Hörpu dagana 2 til 3 febrúar.
2 febrúar, Eldborg kl. Harpa
Einn af aðalfyrirlesurum á UTmessunni er José Cordeiro sem mörg okkar kannast við. Hann nefnir sitt innlegg: The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity. Ekki missa af þessum viðburði. José, verður síðan á ráðstefnunni að árrita á nýlega bók sína Death of the Death.
3. febrúar, Harpa.
Kringum hádegið mun verða pallborðsumræða milli þeirra Kára Stefánssonar, hjá Íslenskri erfðagreiningu og José Cordeiro um ódauðleika mannsins og aðrar tækniframfarir. Fylgist með ráðstefnuvefnum um tímasetningu og í hvaða sal viðburðurinn verður. Aðgangur ókeypis.
3. febrúar, Kaldalón - KL. 14:30 - 15:30. Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir.
Kostljósinu beint að valdeflingu ungmenna, nýnæmi í viðhorfum og stjórnun. Aðgangur ókeypis. Eftirfarandi örerindi verða flutt:
Áhugaverð verkefni til valdeflingar ungu fólki
Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, forstöðumaður á Menntasviði HÍ
Tæknitröll og íseldfjöll
Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi
Að hugleiða um framtíðir
Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands
F-in 8 fyrir framtíðarleiðtoga. Frá baráttu til gleði og árangurs
Rúna Magnúsdóttir
Hugmyndasmiðir - framtíðin kallar á öfluga frumkvöðla
Svava Björk Ólafsdóttir, Hugmyndasmiður og sérfræðingur í nýsköpun
Fundarstjóri: Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands
21 til 23 febrúar verður alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis, Futures Democracies, á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), sjá nánar á vefnum https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/
23 febrúar verður sérstök vinnustofa, með bandarískum sérfræðingum, undir heitinu Framtíð kynlíf og nándar árið 2052 eða The Future of Sex & Intimacy 2052. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Ljósmæðrafélag Íslands. Sjá einnig nánar á ráðastefnuvefnum hér að ofan undir Side event. Þátttaka í vinnustofunni er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Fleiri viðburðir verða í febrúar og kynntir síðar. Umsjónarmaður faghóps framtíðarfræða og gervigreindar.