Faghópur framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarsetur Íslands, Fast Future í Bretlandi og alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga The Millennium Project, standa fyrir fimm áhugaverðum og gjaldfrjálsum erindum í febrúar sem flutt verða á ensku.
Erindin verða fimmtudagana 3., 10., 17. og 24. febrúar kl. 09:00-09:45 og einnig verður aukaerindi laugardaginn 15. febrúar kl. 18:30-19:30.
Ein skráning gildir fyrir alla dagana, en skráningin fer fram á vefslóðinni: https://fastfuture.com/events/
Við skráningu birtist Zoom slóð sem farið er inn á við upphaf erindanna.
Nánari upplýsingar gefa:
Karl Friðriksson – karlf@framtidarsetur.is/8940422
Sævar Kristinsson – skristinsson@kpmg.is/8242424
Fimmtud. 3. feb. kl. 09:00-09:45 - „Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir“
Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.
Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?
Fimmtud. 10. feb. kl. 09:00-09:45 - „Rafmyntir – Skammvin bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“
Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?
Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta lífi einstaklinga, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.
Laugard. 15. feb. kl. 18:30-19:30 - Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna.
Athugið breyttan fundartíma, kl. 18:30 til 19:30.
The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings.
Sjá eftirfarandi lýsingu á efnistökum á ensku:
„In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.“
Fimmtud. 17. feb. kl. 09:00-09:45 - „Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“
Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.
Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gæti haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytingar og bálkakeðjutækni.
Fimmtud. 24. feb. kl. 09:00-09:45 - „Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“
Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.
Yfirlit yfir hagnýta þætti og nýjar hugmyndir um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélag, heilsu, menntun og umhverfi, innviði samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.
Framtíðarfræðingurinn Rohit Talwar frá Fast Future mun leiða erindin sem öll verða flutt á ensku. Ásamt honum verða gestafyrirlesarar sem deila sjónarmiðum sínum um einstök efni. Rohit Talwar einbeitir sér við að rýna í samfélagsþróun, viðskipti og þróun nýrrar tækni og skoðað hvernig þessi atriði hafi áhrif á líf okkar, umhverfið, atvinnu- og menningarlíf og stjórnvöld. Nýjasta bók hans, Aftershocks and Opportunities 2, veitir djúpt innsæi í yfir 400 tækninýjungar sem gætu komið á markað á næsta áratug. Skýrsla hans um framtíð dulritunarhagkerfisins fyrir fyrirtæki og einstaklinga verður birt í janúar 2022.