Framtíðir í febrúar. Fimm áhugaverð erindi um ólíkar framtíðaráskoranir.

Faghópur framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarsetur Íslands, Fast Future í Bretlandi og alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga The Millennium Project, standa fyrir fimm áhugaverðum og gjaldfrjálsum erindum í febrúar sem flutt verða á ensku.

Erindin verða fimmtudagana 3., 10., 17. og 24. febrúar kl. 09:00-09:45 og einnig verður aukaerindi laugardaginn 15. febrúar kl. 18:30-19:30.

Ein skráning gildir fyrir alla dagana, en skráningin fer fram á vefslóðinni:  https://fastfuture.com/events/

Við skráningu birtist Zoom slóð sem farið er inn á við upphaf erindanna.

Nánari upplýsingar gefa:

Karl Friðriksson – karlf@framtidarsetur.is/8940422

Sævar Kristinsson – skristinsson@kpmg.is/8242424

Fimmtud. 3. feb. kl. 09:00-09:45 - „Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir“ 

Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

Fimmtud. 10. feb. kl. 09:00-09:45 - „Rafmyntir – Skammvin bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“

Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta lífi einstaklinga, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.

Laugard. 15. feb. kl. 18:30-19:30 - Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna.

         Athugið breyttan fundartíma, kl. 18:30 til 19:30.

The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings.

Sjá eftirfarandi lýsingu á efnistökum á ensku:

„In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.“

Fimmtud. 17. feb. kl. 09:00-09:45 - „Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“

Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gæti haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytingar og bálkakeðjutækni.

Fimmtud. 24. feb. kl. 09:00-09:45 - „Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“

Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.

Yfirlit yfir hagnýta  þætti og nýjar hugmyndir um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélag, heilsu, menntun og umhverfi, innviði samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.

Framtíðarfræðingurinn Rohit Talwar frá Fast Future mun leiða erindin sem öll verða flutt á ensku.  Ásamt honum verða gestafyrirlesarar sem deila sjónarmiðum sínum um einstök efni. Rohit Talwar einbeitir sér við að rýna í samfélagsþróun, viðskipti og þróun nýrrar tækni og skoðað hvernig þessi atriði hafi áhrif á líf okkar, umhverfið, atvinnu- og menningarlíf og stjórnvöld. Nýjasta bók hans, Aftershocks and Opportunities 2, veitir djúpt innsæi í yfir 400 tækninýjungar sem gætu komið á markað á næsta áratug. Skýrsla hans um framtíð dulritunarhagkerfisins fyrir fyrirtæki og einstaklinga verður birt í janúar 2022.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?