Fyrsta opinbera starfið - Þau kaflaskil hafa átt sér stað, að Alþingi, hefur nú ráðið til sín í starf framtíðarfræðings. Anna Sigurborg Ólafsdóttur, var ráðinn í starfið og mun vinna með framtíðarnefnd þingsins. Líklega er þetta fyrsta sinn sem hið opinbera ræðu til sín, í fast starf, framtíðarfræðing. Skref framá við, og óskum við Önnur Sigurborgu til hamingju.
Museum of the Future - Þó nokkuð er um það að Íslendingar heimsæki Dubai um þessar mundir. Við viljum vekja athygli á að 22 febrúar næstkomandi mun framtíðarsafn, Museum of the Future, vera opnað þar í borg. Eins og vera ber, þá er öllu til tjaldað. Mikill metnaður er lagður í safni, bæði bygginguna sjálfa og sýningarnar sem fjalla um nýsköpun, tækni og samfélagsþróun næstu áratugina. Sjá hér nánar: https://www.visitdubai.com/en/places-to-visit/museum-of-the-future
Breyttar dagsetningar á erindum - Þau tvö erindi sem voru undir fyrirsögninni Framíðir í febrúar eru komin með nýjar dagsetningar. Erindið sem átti að vera 17 feb., Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn, færist til 24 mars og erindið sem átti að vera 24 feb., Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni, færist til 31 mars næstkomandi. Erindin verða kl 9:00 báða dagana.