Faghópur um framtíðarfræði hélt áhugaverðan fund sem tengist svo sannarlega framtíðarfræði. Það voru starfsmenn og forsvarsmenn framtíðarhóp OR sem fjölluðu um markmið og skipulag hópsins og hvernig hann starfar.
Víðir Ragnarsson sérfræðingur I viðskiptagreind byrjaði á að ræða um stóru myndina og kynnti stefnuhúsið en efst þar er framtíðarsýnin. Störf OR hafa verið að þróast þannig að hlutfall sérfræðinga og iðnaðarmanna eykst á með hlutfall ófaglærðra og skrifstofufólks fækkar. Störf eru mjög kynjaskipt t.d. er 5% af iðnaðarfólki konur og 76% af skrifstofufólki. Konur eru 34% sérfræðinga, 51%stjórnenda og 30% í heildarsamstæðunni. Orkugeirinn einkennist m.a. af litlum fjölbreytileika, háum starfsaldri og lágri starfsmannaveltu. Fjórða iðnbyltingin kemur beint við orkugeirann því sjálfvirkni er að aukast margfalt, vélmenni og gervigrein nýtt í miklum mæli. Helstu áskoranir eru að stjórnendur þurfa að vera djarfir og það þarf að verða breyting á því hvernig starfsfólk hugsar um sig og starfsþróun. Í dag er gap milli þess sem við þekkjum og þurfum að þekkja, hætta er á því að fyrirtæki nái ekki þeim vexti til að nýta tæknina sem framundan er. Breytingar á störfum og tækni á næstu árum er þannig að eftir 2 ár verður 42% af því sem við gerum ný störf. Fyrirtæki þurfa því strax að byrja. (World Economic Forum report Workforce in 2018 and 2011) Helstu hindranir eru að fyrirtæki sjái ekki tækifærin og þjálfi ekki starfsmenn til að takast á við nýja tækni. (MCKinsey 2017 – Jobs lost, jobs gained, workforce transitions in a time of automation). Mikil breyting er fyrirsjáanleg. Í framtíðinni mun starfsfólk eyða meiri tíma í starfsemi sem vélar eru ekki færar um að sinna. Áskoranir framundan eru að auka áhuga kvenna á tækni-og iðnaðarstörfum sem og námi. Halda þarf áfram að vekja athygli samfélagsins á þeim vanda sem blasir við. Hæfni rétta fólksins gæti verið að vera forvitinn.
Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur sagði að sett hefði verið af stað stefnuverkefni tveggja starfsnema úr HR. Færnikröfur eru að breytast mjög mikilð sem og stjórnun. Ef vinnustaðir gera ekki neitt þá verða uppsagnir því starfsfólk mun úreldast. Koma þarf auga á hættur og skoða hvernig þau sem framtíðarhópur geta haft áhrif á sköpun framtíðarinnar. Að lokum var Orkuþon “Hackathon” starfsfólks OR kynnt. Hugmynd kom um að halda orkufund. Sagan hefur kennt okkur að u.þ.b. á 100 ára fresti gerist eitthvað sem veltir öllum iðnaði, tæknin og þekkingin breytist og fyrirtæki verða sterkari. En hvernig kemur tæknin til með að breyta hverju og einu fyrirtæki? Google leyfa starfsmönnum að vinna 20% af tíma sínum í að skapa lausnir með verkfærakistu frumkvöðulsins.