Hvað framtíðarfræði er hefur verið rætt í hópnum um framtíðarfræði. Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni hjá Háskóla Íslands stóðu fyrir málstofu um efnið í Gimli og var vel mætt á fundinn. Fyrirlesari var Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands.
Það er ekkert nýtt að samfélög séu að spá í framtíðina og í sumum er þetta stór hluti. Skoðuð eru innyfli dýra, spáð í bolla o.fl. En það er hollt að velta fyrir sér hvernig framtíðin gæti orðið. Hún samanstendur af aðgerðum til að greina ólíkar framtíðir. Lengi var það bannað að tala um framtíð í fleirtölu en það er grundvallaratriði að horfa til framtíðar. Engin ein framtíð er til heldur ólíkar framtíðir. Við segjum að framtíðarfræðin sé tískufyrirbrigði. Ray Kurzwell og Joseph Coates eru báðir spámenn eða fræðimenn. Joseph Coates og Ray Kurzweil eru mjög ólíkir og því eru nokkrir straumar sem vert er að huga að. Varðandi hér á landi má nefna Gunnar Dal en hann sagði: „Ég á von á því að strax í upphafi þriðja árþúsundsins verði mótuð merkileg fræðigrein sem kalla mætti framtíðarfræði. Leonard Da Vince sá hluti sem eru að gerast í dag. Snillingar okkar tíma er Elon Musk, Steve Jobs, Bill Gates o.fl. Karl mælti með því að lesa bækurnar Foundations og Futures Studies eftir Wendell Bell fyrir þá sem hafa áhuga. Munur er á milli framtíðarfræðings og framtíðarspámanns. Shell var eina fyrirtækið sem skilaði hagnaði í Olíukreppunni miklu vegna þess að þeir höfðu gert ólíkar framtíðir og gátu unnið eftir þeim. Sovétmenn voru fyrstir til að geta skoðað heiminn utan frá í kringum 1960 og í framhaldi sendu Bandaríkjamenn mann til tunglsins. Með yfirlýsingum og metnaðarfullum markmiðum geturðu mótað framtíðina. Össur framleiðir gervilimi en þeir gera sér grein fyrir að nú er komin sú tækni að prenta út gervilimi í þrívíddarprentara. Nokkur atriði eru menn sammála um: 1. Að ekki sé hægt að vita hvernig framtíðin verður en hægt er að vita um röð hugsanlegra birtingamynda framtíðarinnar 2. Að hægt sé að breyta líkindum um framtíðar viðburði og forsendur með ákvörðun eða stefnumótun og hverjar verða afleiðingar hennar. 3. Að hægt sé að gefa líkindi og vitneskju um framtíðar hluti: við getum verið vissari um sólarupprás en um vöxt á hlutabréfamarkaðnum o.fl.
Ákveðnir kraftar koma fram í teiknimyndasögum og bókum. Veðurfræðin er keimlík framtíðarfræðinni. Veðurfræðin segir þér hvernig þú átt að undirbúa þig til ferðalaga. Í veðurspá eru notaðar ólíkar aðferðir og algjörlega ómögulegt að segja til um hvort spár nást eða ekki. Framtíðarfræðin reynir að víkka viðhorfið og sjónarhornið. Breytingar eru eitthvað sem þú þarf að venja þig við. Karl nefndi skemmtilegt viðtal í Samvinnan 2 1975 þar sem menn eru að spá fyrir um framtíðina. Frá óvissu til árangurs“ er bók sem er gefin öllum og er á heimasíðu NMI skrifuð af Karli, Sævari o.fl. árið 2007.