Rodney Turner - New Trends in Project Management
Í tengslum við árlega útskrifarráðstefnu MPM-námsins á Íslandi, Vor í íslenskri verkefnastjórnun 2012, gefst áhugasömum að koma á fund með einum þekktasta fræðimanni samtímans á sviði verkefnastjórnunar, prófessor Rodney Turner.
Vinnustofan er í formi fyrirlestra og tilfellagreininga (case-studies).
Prófessor Rodney Turner er aðjúnkt í verkefnastjórnun við Kemmy School of Management, prófesssor á sviði verkefnastjórnunar við Lille Graduate School of Management og við Erasmus University í Rotterdam. Rodney, eftir að hafa lokið námi við Oxford University, varði nokkrum árum hjá Imperial Chemical Industries (ICI) þar sem hann sinnti verkfræðilegri hönnun, byggingu og viðhaldi í olíu- og efnaiðnaða. Hann starfaði sem ráðgjafi í verkefnastjórnun hjá Coopers & Lybrand áður hann hélt til starfa hjá Henley Management College árið 1989. Rodney tarfar enn sem ráðgjafi á sviði verkefnastjórnunar, hann heldur fyrirlestra víða um heim, og hefur skrifað fjölda bóka og tímaritsgreina um verkefnastjórnun. Rodney er ritstjóri hins virta International Journal of Project Management og hefur verið lykilmaður bresku verkefnastjónarunarfélaginu og Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga um langa hríð.
Staður: Háskólinn í Reykjavík, Venus 101.
Stund: 25. maí 2012 kl. 10.00-12.00.
Aðgangur er öllum opinn og kostar ekkert að taka þátt.