Ráðstefna 28. september
Nauthóli - Nauthólsvík
kl. 9 - 12
„Réttur til að vita ...“
„Hvar liggja mörk trúnaðar og upplýsingagjafar?“
Skráningarform
Taktu þátt í umræðunni á Twitter: @SkyIceland #Rettur
Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt.
Lögð verður áhersla á þátt upplýsingatækninnar. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga.
Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvað felst í þessum degi?
- Hvað gera önnur lönd?
- Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?
- Hver er réttur almennings til upplýsinga?
- Hvernig er lagaumhverfið?
- Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig?
- Hvernig má nýta upplýsingatæknina betur?
Dagskrá:
08:50-09:00 Afhending ráðstefnugagna
09:00-09:40 Leyna stjórnvöld mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning?
Niðurstöður könnunar kynntar.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
09:40-10:00 Rétturinn til að þekkja eigin upplýsingar
Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur, Persónuvernd
10:00-10:20 Eru upplýsingalögin að virka?
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneyti
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:00 Sjónarhorn “eiganda gagna. Hvenær má veita upplýsingar og hvenær ekki?
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans
11:00-11:20 Hvað skráir lögreglan hjá sér og í hvað notar hún það?
Árni E. Albertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum
11:20-11:40 Þjónusta ríkisskattstjóra
Gunnar Karlsson, sviðsstjóri einstaklingssviðs hjá ríkisskattstjóra
11:40-12:00 Bætt aðgengi að upplýsingum og samskiptum
Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason, Íbúar ses
12:00 Fundarlok
Fundarstjóri: Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
Undirbúningsnefnd: Jóhanna Gunnlaugsdóttir hjá Háskóla Íslands, Halla Björg Baldursdóttir hjá Þjóðskrá Íslands, Ásta Möller hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Arnheiður Guðmundsdóttir hjá Ský
Verð fyrir félagsmenn Ský: 4.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.
Skráningarform
Hvetjum alla til að fylgjast með Ský og vera virk á Twitter, Facebook og LinkedIn
Bestu kveðjur,
Skýrslutæknifélag Íslands
www.sky.is sky@sky.is