Kæru félagar faghóps um heilbrigðismál
Faghópur um heilbrigðismál er að fara af stað aftur eftir nokkra hvíld. Mikil þörf er á samstöðu og samstarfs milli heilbrigðisstétta og að við höfum vettvang til að deila þekkingu og reynslu um stjórnun, nýsköpun og verðmætasköpun á sviði heilbrigðismála.
Eftir tvær vikur mun Héðinn sjúkraþjálfari hjá Styrk kynna verkefni sitt hreyfiseðla sem styrkt var af Velferðarráðuneytinu. Þetta verkefni er gott dæmi um framþróun á sviði heilbrigðismála.
Að lokum langar mig að nefna að það vantar fleiri aðila í stjórn faghópsins. Aðila sem vilja taka þátt í að byggja upp sterkan og faglegan hóp sem vill láta í sér heyra og taka reglulega púlsinn á spennandi hlutum sem eru að gerast á heilbrigðissviði. Sendið póst á undirritaða á annalara@klak.is.
Virðingarfyllst
Anna Lára Steingrímsdóttir